Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 17:01 Búið er að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík um klukkustund um helgar og misvel hefur verið tekið í það. Vísir/Samsett Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“ Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“
Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira