Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. apríl 2024 20:01 Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem segir brýnt að fá fjölbreyttari úrræði fyrir fyrirtæki í bænum. Vísir/Sigurjón Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira