Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2024 07:31 Hallgrímur Mar Steingrímsson. Vísir/Hulda Margrét Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir. Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45
„Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30