Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 07:16 Rowling er þekktust fyrir að skrifa bækurnar um Harry Potter. Getty Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun. Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun.
Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira