Fundar með Bankasýslunni í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 11:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra á fund með Bankasýslu ríkisins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. „Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“ Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
„Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun