Fundar með Bankasýslunni í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 11:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra á fund með Bankasýslu ríkisins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. „Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“ Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent