Geðlæknir á grensunni – hvað gerir landlæknir? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun