„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 19:30 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“ Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“
Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38