Geggjaður Golgatahlátur Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 23. mars 2024 16:00 Okkur langar að þakka Rúv fyrir helgileikinn um Jesú á krossinum sem boðið var upp á hjá Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Það er vandséð hvernig hefði mátt gera þetta betur. Allt var svo fyndið og skemmtilegt þegar Berglind Festival fór með krossinn í Smáralind og spurði skrýtinna spurninga um lærisneiðar, krossfitt og alls konar svo fólk varð bara ringlað og hló og hló. Þarna tókst þáttagerðarfólkinu að fanga svo vel stemmninguna eins og henni einmitt er lýst í guðspjöllunum þegar Jesús var kominn á Golgata. Áður hafði hann verið færður í kjánalegan kóngabúning með kórónu úr þyrnum og látinn halda á einhverri bambusstöng til að lúkka eins og valdsmaður. Það hafði verið gott grín. Svo, áður en hann var negldur upp, var honum boðinn vínsopi – en það var bara plat. Það var nefnilega búið að setja gall í vínið svo að þetta var svona ógeðsdrykkur sem hann fékk! Þó náði stemmningin ekki hámarki sínu fyrr en búið var að negla Jesú fastan á krossinn. Þá fyrst varð húmorinn virkilega svartur. – Öðrum bjargaði hann en sjálfum sér getur hann ekki bjargað, sagði einn og menn byrjuðu að hristast. – Ef þú ert Kristur, stígðu þá niður af krossinum! gall þá í einum. Menn hafa stutt sig hver við annan og grátið af hlátri. Loks toppaðist sprellið algerlega þegar annar nafnlausu ræningjanna sem héngu þarna sitt hvoru megin, og var sjálfur að fara að drepast, blandaði sér í fjörið: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“ Við þetta útspil úr algerlega óvæntri átt hafa m.a.s. óbreyttir hermenn leyft sér að hlægja svo að glamraði í sverðum og skjöldum. Þess vegna var svo gott hjá Berglindi Festival að hafa svona ólíkt fólk á öllum aldri í helgileiknum og líka ein virkilega fín og flott hjón sem þjóðin þekkir. Fólk sem hefur allt og þarf ekkert að óttast neitt svona eins og kom fyrir Jesú. Fyndið að sjá einmitt þau skottast um með krossinn á milli sín í Smáralindinni. Síðan var líka svo hressilegt þegar Berglind bara kom með krossinn inn í stúdíóið og öll sem voru í settinu hjá honum Gísla gátu hlegið svo innilega saman og enginn af þessu frábæra og upplýsta fólki vissi neitt út á hvað þetta krossflipp allt saman gekk nema væntanlegur forsetaframbjóðandi tengdi það helst við súkkulaðiát. Í okkar huga staðfesti Berglind að hún skilur gildi helgileikja og kann til verka þegar hún gat sérstaklega um viðmælanda sem hún hafði fengið í Smáralind sem hefði vitað margt um Golgata og tjáð sig af alvöru um málefnið. En það hafði þurft að sleppa því innskoti af tækniástæðum. Fullkomin snilld. Hvað skyldi þessi kona sem ekki var með í þættinum hafa sagt? Það væri gaman að vita en væri samt auðvitað spoiler. Kannski hefur konan sýnt kross sem hún bar um hálsinn og sagt hvað hann merkir í hennar lífi. Kannski hefur hún sagt frá því að vináttan sem hún ætti við Jesú væri henni haldreipi í tilverunni. Að þjáningarnar sem Jesús leið séu líkar ýmsu sem hún hafi þurft að kynnast. Hún hafi nefnilega líka verið yfirgefinn, svikin, hædd og meidd. Kannski var hún að segja eitthvað svona sem ekki á heima í helgileikjum um Golgatahláturinn. Sennilega hefur þörfin fyrir að hlægja að þjáningunnni aldrei leitað jafn sterkt á okkur og einmitt þessa páska. Með því að hlægja að þessu öllu saman hvílist okkar skelkaða taugakerfi. Okkur langar svo mikið að vera í hópi hinna velheppnuðu sem ekki hafa áhyggjur af stýrivöxtum, húsnæði, heilsu eða öryggi. Á meðan við hlægjum líður okkur eins og við séum hólpin. Það er eðlilegt. Kross Jesú truflar og ónáðar. Ekkert er óvæntara og þ.a.l. fyndnara en grátandi Guð. Almáttugur Guð sem fer ekki með vald sem feng eða eign heldur tekur á sjálfan sig alla kvöl og angist. Guð sem tekur mannleg kjör alvarlega. Er það ekki hámark allrar fyndni? Við veðjum að konan sem ekki passaði í helgileikinn verður í hópi þeirra þúsunda hér á landi og milljónanna um allan heim sem næsta fimmtudagskvöld, skírdagskvöld, ganga til altaris að taka við líkama og blóði Jesú í brauði og víni. Þannig mun hún staðfesta fyrir sjálfri sér og öllum sem vilja vita það, að hún lítur ekki niður á neinn og neitar jafnframt að lúta valdinu sem á öllum öldum drepur skellihlægjandi. Kanski mun hún líka sitja og hlusta á Passíusálma á föstudaginn langa. Þeir eru mjög fyndnir eins og þjóðin veit. Klárlega mun einmitt þessi kona vakna snemma á páskadag og sameinast í raunheimum með alls kyns ókunnugu fólki í sinni kirkju sem á það eitt sameiginlegt að langa enn og aftur að heyra söguna af Jesú. Söguna um undrið sem verður þegar vald ástarinnar afvopnar ástina á valdinu. Sú saga vekur annan og ólíkan hlátur. Páskahláturinn er feginshlátur sem vaknar þegar maður fattar að lífið er ekki keppni í heppni. Þá er gott að fara heim og brjóta páskaeggið og muna að rétt eins og skurnið skilur ungann frá birtu himinsins þannig er vald heimsins og sjálfur dauðinn bara hismi. Lifi lífið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Ríkisútvarpið Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Okkur langar að þakka Rúv fyrir helgileikinn um Jesú á krossinum sem boðið var upp á hjá Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Það er vandséð hvernig hefði mátt gera þetta betur. Allt var svo fyndið og skemmtilegt þegar Berglind Festival fór með krossinn í Smáralind og spurði skrýtinna spurninga um lærisneiðar, krossfitt og alls konar svo fólk varð bara ringlað og hló og hló. Þarna tókst þáttagerðarfólkinu að fanga svo vel stemmninguna eins og henni einmitt er lýst í guðspjöllunum þegar Jesús var kominn á Golgata. Áður hafði hann verið færður í kjánalegan kóngabúning með kórónu úr þyrnum og látinn halda á einhverri bambusstöng til að lúkka eins og valdsmaður. Það hafði verið gott grín. Svo, áður en hann var negldur upp, var honum boðinn vínsopi – en það var bara plat. Það var nefnilega búið að setja gall í vínið svo að þetta var svona ógeðsdrykkur sem hann fékk! Þó náði stemmningin ekki hámarki sínu fyrr en búið var að negla Jesú fastan á krossinn. Þá fyrst varð húmorinn virkilega svartur. – Öðrum bjargaði hann en sjálfum sér getur hann ekki bjargað, sagði einn og menn byrjuðu að hristast. – Ef þú ert Kristur, stígðu þá niður af krossinum! gall þá í einum. Menn hafa stutt sig hver við annan og grátið af hlátri. Loks toppaðist sprellið algerlega þegar annar nafnlausu ræningjanna sem héngu þarna sitt hvoru megin, og var sjálfur að fara að drepast, blandaði sér í fjörið: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“ Við þetta útspil úr algerlega óvæntri átt hafa m.a.s. óbreyttir hermenn leyft sér að hlægja svo að glamraði í sverðum og skjöldum. Þess vegna var svo gott hjá Berglindi Festival að hafa svona ólíkt fólk á öllum aldri í helgileiknum og líka ein virkilega fín og flott hjón sem þjóðin þekkir. Fólk sem hefur allt og þarf ekkert að óttast neitt svona eins og kom fyrir Jesú. Fyndið að sjá einmitt þau skottast um með krossinn á milli sín í Smáralindinni. Síðan var líka svo hressilegt þegar Berglind bara kom með krossinn inn í stúdíóið og öll sem voru í settinu hjá honum Gísla gátu hlegið svo innilega saman og enginn af þessu frábæra og upplýsta fólki vissi neitt út á hvað þetta krossflipp allt saman gekk nema væntanlegur forsetaframbjóðandi tengdi það helst við súkkulaðiát. Í okkar huga staðfesti Berglind að hún skilur gildi helgileikja og kann til verka þegar hún gat sérstaklega um viðmælanda sem hún hafði fengið í Smáralind sem hefði vitað margt um Golgata og tjáð sig af alvöru um málefnið. En það hafði þurft að sleppa því innskoti af tækniástæðum. Fullkomin snilld. Hvað skyldi þessi kona sem ekki var með í þættinum hafa sagt? Það væri gaman að vita en væri samt auðvitað spoiler. Kannski hefur konan sýnt kross sem hún bar um hálsinn og sagt hvað hann merkir í hennar lífi. Kannski hefur hún sagt frá því að vináttan sem hún ætti við Jesú væri henni haldreipi í tilverunni. Að þjáningarnar sem Jesús leið séu líkar ýmsu sem hún hafi þurft að kynnast. Hún hafi nefnilega líka verið yfirgefinn, svikin, hædd og meidd. Kannski var hún að segja eitthvað svona sem ekki á heima í helgileikjum um Golgatahláturinn. Sennilega hefur þörfin fyrir að hlægja að þjáningunnni aldrei leitað jafn sterkt á okkur og einmitt þessa páska. Með því að hlægja að þessu öllu saman hvílist okkar skelkaða taugakerfi. Okkur langar svo mikið að vera í hópi hinna velheppnuðu sem ekki hafa áhyggjur af stýrivöxtum, húsnæði, heilsu eða öryggi. Á meðan við hlægjum líður okkur eins og við séum hólpin. Það er eðlilegt. Kross Jesú truflar og ónáðar. Ekkert er óvæntara og þ.a.l. fyndnara en grátandi Guð. Almáttugur Guð sem fer ekki með vald sem feng eða eign heldur tekur á sjálfan sig alla kvöl og angist. Guð sem tekur mannleg kjör alvarlega. Er það ekki hámark allrar fyndni? Við veðjum að konan sem ekki passaði í helgileikinn verður í hópi þeirra þúsunda hér á landi og milljónanna um allan heim sem næsta fimmtudagskvöld, skírdagskvöld, ganga til altaris að taka við líkama og blóði Jesú í brauði og víni. Þannig mun hún staðfesta fyrir sjálfri sér og öllum sem vilja vita það, að hún lítur ekki niður á neinn og neitar jafnframt að lúta valdinu sem á öllum öldum drepur skellihlægjandi. Kanski mun hún líka sitja og hlusta á Passíusálma á föstudaginn langa. Þeir eru mjög fyndnir eins og þjóðin veit. Klárlega mun einmitt þessi kona vakna snemma á páskadag og sameinast í raunheimum með alls kyns ókunnugu fólki í sinni kirkju sem á það eitt sameiginlegt að langa enn og aftur að heyra söguna af Jesú. Söguna um undrið sem verður þegar vald ástarinnar afvopnar ástina á valdinu. Sú saga vekur annan og ólíkan hlátur. Páskahláturinn er feginshlátur sem vaknar þegar maður fattar að lífið er ekki keppni í heppni. Þá er gott að fara heim og brjóta páskaeggið og muna að rétt eins og skurnið skilur ungann frá birtu himinsins þannig er vald heimsins og sjálfur dauðinn bara hismi. Lifi lífið!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun