Ætlar þú að gefa bestu fermingargjöfina? Hildur Mist Friðjónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:30 Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fermingar Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun