Forseti FIA hreinsaður af ásökunum um hagræðingu úrslita Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2024 18:00 Mohammed Ben Sulayem ræðir hér við heimsmeistarann Max Verstappen. Þeir munu eitthvað eiga í samskiptum áfram. Eric Alonso/Getty Images Forseti alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA), Mohammed Ben Sulayem, hefur verið hreinsaður af ásökunum um hagræðingu úrslita í kappökstrum í Sádi-Arabíu og Las Vegas á síðasta ári. Meintar ásakanir í hans garð voru að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils og að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Báðar ábendingar komu frá nafnlausum uppljóstrara. Ben Sulayem var sakaður um að hafa haft hringt í Sheik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skyldi dregin til baka. Sami uppljóstrari sakaði forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. Aga- og úrskurðarnefnd FIA fann hins vegar „engin rök eða sannanir sem studdust við ásakanir um afskipti eða íhlutun“. Rannsókn málsins tók 30 daga og 11 vitni voru kölluð til yfirheyrslu. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Meintar ásakanir í hans garð voru að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils og að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Báðar ábendingar komu frá nafnlausum uppljóstrara. Ben Sulayem var sakaður um að hafa haft hringt í Sheik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skyldi dregin til baka. Sami uppljóstrari sakaði forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. Aga- og úrskurðarnefnd FIA fann hins vegar „engin rök eða sannanir sem studdust við ásakanir um afskipti eða íhlutun“. Rannsókn málsins tók 30 daga og 11 vitni voru kölluð til yfirheyrslu.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira