Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 15:20 Úkraínskir hermenn við þjálfun. Getty/Wolfgang Schwan María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. Samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Sakaróva Ísland fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn og þjálfun úkraínskra hermanna. „Án nokkurs vafa verður tekið mið af óábyrgum aðgerðum Reykjavíkur og áróðurs við endurskoðun á samskiptunum við Ísland,“ sagði Sakaróva. Því næst staðhæfði hún að íslenskir málaliðar væru að berjast í Úkraínu og að Íslendingar hefðu þjálfað úkraínska sjóliða. Sakaði hún Ísland um að taka þátt í að styðja við bak „úkraínskra nasista“. #Zakharova: Iceland is among the countries whose mercenaries have travelled to Ukraine. It also trains Ukrainian military sailors on its territory. The oh-so "peaceful" Iceland is thus trying to keep up with its senior allies in sponsoring Ukrainian Nazis. pic.twitter.com/xV0TaRSYAQ— MFA Russia (@mfa_russia) March 20, 2024 Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið í lágmarki frá síðasta sumri, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti að Rússum yrði gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins og sendiherrann færi aftur til Rússlands. Þá var sendiráði Íslands í Mosvku lokað. Engir málaliðar frá Íslandi í Úkraínu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að málaliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins berjist með Úkraínumönnum og að Rússland væri í raun í stríði við NATO. Það er ekki rétt og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands er ekki vitað til þess að nokkur Íslendingur taki þátt í bardögum í Úkraínu. Erlendir sjálfboðaliðar hafa barist með Úkraínumönnum frá því Rússar réðust fyrst inn í landið árið 2014 og þeim fjölgaði mjög í eftir innrásina í febrúar 2022. Ríki NATO hafa þó aldrei sent hermenn til Úkraínu til að berjast á víglínunum. Þá hafa Úkraínumenn ráðið málaliða frá Kólumbíu og víðar í hundraðatali. Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Rússar notast einnig við sjálfboðaliða og málaliða í stórum stíl. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að þvinga farandverkamenn frá Asíu og öðrum heimshlutum í herinn. Sjálfboðaliðar frá öðrum ríkjum taka iðulega þátt í styrjöldum í heiminum. Stuðningur við Úkraínu rökréttur Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti í gær þingsályktunartillögu að stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára. Hann segir stuðning Íslendinga við öryggi og sjálfstæði Úkraínu rökréttan í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á. Sjá einnig: Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ var haft eftir Bjarna á vef Stjórnarráðsins. Þegar kemur að þjálfun úkraínskra sjóliða hafa sjóliðsforingjaefni verið við þjálfun um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Þar hafa þeir fengið þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi eins og leit og björgun. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að verkefnið sé hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins. Landhelgisgæslan haldi um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Úkrainskir sjóliðar um borð í varðskipi Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæsla Íslands „Utanríkisráðuneytið leitaði til Landhelgisgæslunnar varðandi þjálfun sjóliðsforingjaefnanna og við tókum þessu mikilvæga verkefni fagnandi. Hingað til lands komu fimm ungir menn frá Úkraínu sem voru hluti af áhöfn varðskipsins Þórs í síðasta úthaldi. Þeir hlutu margvíslega þjálfun um borð og fengu að kynnast íslensku sjólagi og aðstæðum,“ Segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslunni hafa einnig farið til Litáen og þjálfað þar úkraínska hermenn í sprengjuleit og eyðingu. Sjá einnig: Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Allir óvinir sagðir nasistar Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Umræddir ráðamenn og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Sjá einnig: Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Þjóðernissinnar og fjarhægri öfgamenn hafa barist innan úkraínska hersins frá 2014 og gera enn. Þeir eru þó lítill hópur innan úkraínska hersins og hafa lítil sem engin völd í Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins segjast hafa tekið til innan hersins á undanförnum árum en myndir hafa verið birtar á netinu þar sem hermenn bera tákn sem tengjast nasisma. Það hefur einnig ítrekað gerst með rússneska hermenn. Í apríl 2022 fékk aðskilnaðarsinni frá Lúhansk orðu fyrir að „afnasistavæða“ 250 meinta nasista. Athygli vakti við afhendingu orðunnar, sem hermaðurinn fékk frá leiðtoga Lúhansk-héraðs, að maðurinn var skreyttur nasistatáknum. Þá hélt Sakaróva því fram á dögunum að Alþjóða ólympíunefndin væri skipuð ný-nasistum og að rasismi blómstraði þar. Gerði hún það í kjölfar þess að nefndin meinaði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarús að taka þátt í opnun leikanna í París í sumar. Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar. 20. mars 2024 14:00 Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. 18. mars 2024 21:10 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Sakaróva Ísland fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn og þjálfun úkraínskra hermanna. „Án nokkurs vafa verður tekið mið af óábyrgum aðgerðum Reykjavíkur og áróðurs við endurskoðun á samskiptunum við Ísland,“ sagði Sakaróva. Því næst staðhæfði hún að íslenskir málaliðar væru að berjast í Úkraínu og að Íslendingar hefðu þjálfað úkraínska sjóliða. Sakaði hún Ísland um að taka þátt í að styðja við bak „úkraínskra nasista“. #Zakharova: Iceland is among the countries whose mercenaries have travelled to Ukraine. It also trains Ukrainian military sailors on its territory. The oh-so "peaceful" Iceland is thus trying to keep up with its senior allies in sponsoring Ukrainian Nazis. pic.twitter.com/xV0TaRSYAQ— MFA Russia (@mfa_russia) March 20, 2024 Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið í lágmarki frá síðasta sumri, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti að Rússum yrði gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins og sendiherrann færi aftur til Rússlands. Þá var sendiráði Íslands í Mosvku lokað. Engir málaliðar frá Íslandi í Úkraínu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að málaliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins berjist með Úkraínumönnum og að Rússland væri í raun í stríði við NATO. Það er ekki rétt og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands er ekki vitað til þess að nokkur Íslendingur taki þátt í bardögum í Úkraínu. Erlendir sjálfboðaliðar hafa barist með Úkraínumönnum frá því Rússar réðust fyrst inn í landið árið 2014 og þeim fjölgaði mjög í eftir innrásina í febrúar 2022. Ríki NATO hafa þó aldrei sent hermenn til Úkraínu til að berjast á víglínunum. Þá hafa Úkraínumenn ráðið málaliða frá Kólumbíu og víðar í hundraðatali. Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Rússar notast einnig við sjálfboðaliða og málaliða í stórum stíl. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að þvinga farandverkamenn frá Asíu og öðrum heimshlutum í herinn. Sjálfboðaliðar frá öðrum ríkjum taka iðulega þátt í styrjöldum í heiminum. Stuðningur við Úkraínu rökréttur Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti í gær þingsályktunartillögu að stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára. Hann segir stuðning Íslendinga við öryggi og sjálfstæði Úkraínu rökréttan í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á. Sjá einnig: Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ var haft eftir Bjarna á vef Stjórnarráðsins. Þegar kemur að þjálfun úkraínskra sjóliða hafa sjóliðsforingjaefni verið við þjálfun um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Þar hafa þeir fengið þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi eins og leit og björgun. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að verkefnið sé hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins. Landhelgisgæslan haldi um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Úkrainskir sjóliðar um borð í varðskipi Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæsla Íslands „Utanríkisráðuneytið leitaði til Landhelgisgæslunnar varðandi þjálfun sjóliðsforingjaefnanna og við tókum þessu mikilvæga verkefni fagnandi. Hingað til lands komu fimm ungir menn frá Úkraínu sem voru hluti af áhöfn varðskipsins Þórs í síðasta úthaldi. Þeir hlutu margvíslega þjálfun um borð og fengu að kynnast íslensku sjólagi og aðstæðum,“ Segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslunni hafa einnig farið til Litáen og þjálfað þar úkraínska hermenn í sprengjuleit og eyðingu. Sjá einnig: Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Allir óvinir sagðir nasistar Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Umræddir ráðamenn og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Sjá einnig: Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Þjóðernissinnar og fjarhægri öfgamenn hafa barist innan úkraínska hersins frá 2014 og gera enn. Þeir eru þó lítill hópur innan úkraínska hersins og hafa lítil sem engin völd í Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins segjast hafa tekið til innan hersins á undanförnum árum en myndir hafa verið birtar á netinu þar sem hermenn bera tákn sem tengjast nasisma. Það hefur einnig ítrekað gerst með rússneska hermenn. Í apríl 2022 fékk aðskilnaðarsinni frá Lúhansk orðu fyrir að „afnasistavæða“ 250 meinta nasista. Athygli vakti við afhendingu orðunnar, sem hermaðurinn fékk frá leiðtoga Lúhansk-héraðs, að maðurinn var skreyttur nasistatáknum. Þá hélt Sakaróva því fram á dögunum að Alþjóða ólympíunefndin væri skipuð ný-nasistum og að rasismi blómstraði þar. Gerði hún það í kjölfar þess að nefndin meinaði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarús að taka þátt í opnun leikanna í París í sumar.
Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar. 20. mars 2024 14:00 Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. 18. mars 2024 21:10 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar. 20. mars 2024 14:00
Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. 18. mars 2024 21:10
Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02