Hvað þolir þú mikið högg? Sandra B. Franks skrifar 19. mars 2024 09:00 Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun