Utan vallar: Leikur fyrir snjallsímakynslóðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2024 22:17 Leikur helgarinnar á Old Trafford fór með fólk í gegnum allan tilfinningaskalann. Simon Stacpoole/Getty Images Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í framlengdum leik þegar liðin mættust á Old Trafford í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, sunnudag. Má með sanni segja að leikurinn hafi haft allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa. Í dag er mikið rætt og ritað um hvernig eigi að breyta því hvernig við neytum fótbolta. Það er talið að snjallsímakynslóðin svokallaða geti ekki horft á heilan 90 mínútna fótboltaleik, það þurfi eitthvað meira til að halda athygli yngstu kynslóðarinnar. Gerard Piqué: "Football competes with Netflix, Amazon, YouTube, TikTok. Everyone has limited time. Football for 90 minutes is not as exciting." "Do I watch matches for 90 minutes? Not really. I watch some Barça, but not 90 minutes. Maybe 30 or 40 minutes.""The other day pic.twitter.com/TlIGsXx3ec— EuroFoot (@eurofootcom) March 17, 2024 Undirritaður ætlar svo sem ekki að finna lausnir á öllum þessum vandamálum eða hvernig eigi að vekja athygli yngstu kynslóðarinnar þar sem eldra fólk hefur vælt yfir því yngra allt frá örófi alda. Að því sögðu þá hafði leikur helgarinnar allt það sem dregur fólk að fótbolta til að byrja með. Það er þekkt stærð að bikarleikir eru oftar en ekki opnari en þeir sem spilaðir eru í deildarkeppni og það átti svo sannarlega við á Old Trafford í gær, sunnudag. Football This is what it means.#EmiratesFACup pic.twitter.com/XeQLXd0Q4y— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Ekki nóg með að þarna væru erkifjendur að mætast þá er annað liðið á blússandi siglingu, búið að vinna deildarbikarinn og í harðri baráttu um enska meistaratitilinn sem og í Evróputitil – þó að um Evrópudeildina sé að ræða. Hitt liðið er að reyna koma sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti og hvað titla varðar þá er enska bikarkeppnin eini möguleiki liðsina á því að lyfta málmi í ár. Það hefur oft verið sagt að gengi Man United og Liverpool sé aukaatriði þegar þessi tvö lið mætast. Það á enn betur við þegar þau mætast nokkuð vængbrotin í bikarkeppni. Að þessu sinni var niðurstaðan leikur sem mun aldrei gleymast. Til að byrja með var dramatíkin rosaleg: Man United komst óvænt yfir þökk sé Scott McTominay. Liverpool svaraði með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Varamaðurinn Antony jafnaði metin (með hægri) þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Því þurfti að framlengja. Harvey Elliott kom Liverpool yfir. Marcus Rashford jafnaði metin og það stefndi í vítaspyrnukeppni. Varamaðurinn Amad Diallo tryggði hins vegar Man Utd sigurinn í blálok framlengingar og fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífa sig úr treyjunni. Mörkin segja ákveðna sögu þó alls ekki alla. Bæði lið fengu fjölmörg færi, Liverpool skorðai mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og Rashford var nálægt því að tryggja Man Utd sigur í blálok venjulegs leiktíma. Framlengingin var svo bara ringulreið frá A til Ö. Sem dæmi má benda á hvernig uppstilling heimamanna var í framlengingu. Bruno Fernandes, sem leikur oftast nær í svæðinu á bakvið framherja liðsins, var örmagna og kláraði leikinn í miðverði. Hægri vængmaðurinn Antony var mættur í vinstri bakvörðinn og Harry Maguire var óvænt að taka hlaup inn fyrir vörn gestanna. Leikplan, skipulag, draumórar um að halda í boltann og spila skipulagðan fótbolta – eitthvað sem einkennir flest af bestu liðum dagsins í dag – fór allt út um gluggann. Niðurstaðan var ein allsherjar ringulreið sem kórónaðist í sigurmarki Man United þar sem liðið vann boltann eftir hornspyrnu Liverpool þegar framlengingunni var svo gott sem lokið. Every angle of THAT Amad Diallo goal #EmiratesFACup pic.twitter.com/b7EQ5RwoU2— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 18, 2024 Ofan á allt þetta þá fékk leikurinn líka að fljóta en myndbandsdómari leiksins skipti sér skemmtilega lítið af. Úr varð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, þó svo að Liverpool-hlutinn hafi ef til vill verið heldur súr í lok leiks. Mögulega jafn súr og þjálfari liðsins. Slíkur var hraðinn í leiknum, þá sérstaklega framlengingunni, að ef fólk blikkaði þá voru allar líkur að það hafi misst af dauðafæri eða marki. Kannski er því lausnin á áhugaleysi yngstu kynslóðarinnar ekki að fjölga leikjum enn frekar og gera leikinn í kjölfarið hægari þar sem leikmenn eru líkamlega og andlega örmagna. Ef til vill þarf bara að henda leikplani, skipulagi og þeirri tölfræðiáráttu sem einkennir alla umræðu dagsins í dag út um gluggann og leyfa ringulreiðinni að taka yfir. Það var allavega grunnurinn að einum skemmtilegasta leik sem undirritaður hefur séð lengi, þó það hjálpi vissulega að halda með liðinu sem stóð uppi sem sigurvegari. Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Tengdar fréttir Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Í dag er mikið rætt og ritað um hvernig eigi að breyta því hvernig við neytum fótbolta. Það er talið að snjallsímakynslóðin svokallaða geti ekki horft á heilan 90 mínútna fótboltaleik, það þurfi eitthvað meira til að halda athygli yngstu kynslóðarinnar. Gerard Piqué: "Football competes with Netflix, Amazon, YouTube, TikTok. Everyone has limited time. Football for 90 minutes is not as exciting." "Do I watch matches for 90 minutes? Not really. I watch some Barça, but not 90 minutes. Maybe 30 or 40 minutes.""The other day pic.twitter.com/TlIGsXx3ec— EuroFoot (@eurofootcom) March 17, 2024 Undirritaður ætlar svo sem ekki að finna lausnir á öllum þessum vandamálum eða hvernig eigi að vekja athygli yngstu kynslóðarinnar þar sem eldra fólk hefur vælt yfir því yngra allt frá örófi alda. Að því sögðu þá hafði leikur helgarinnar allt það sem dregur fólk að fótbolta til að byrja með. Það er þekkt stærð að bikarleikir eru oftar en ekki opnari en þeir sem spilaðir eru í deildarkeppni og það átti svo sannarlega við á Old Trafford í gær, sunnudag. Football This is what it means.#EmiratesFACup pic.twitter.com/XeQLXd0Q4y— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Ekki nóg með að þarna væru erkifjendur að mætast þá er annað liðið á blússandi siglingu, búið að vinna deildarbikarinn og í harðri baráttu um enska meistaratitilinn sem og í Evróputitil – þó að um Evrópudeildina sé að ræða. Hitt liðið er að reyna koma sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti og hvað titla varðar þá er enska bikarkeppnin eini möguleiki liðsina á því að lyfta málmi í ár. Það hefur oft verið sagt að gengi Man United og Liverpool sé aukaatriði þegar þessi tvö lið mætast. Það á enn betur við þegar þau mætast nokkuð vængbrotin í bikarkeppni. Að þessu sinni var niðurstaðan leikur sem mun aldrei gleymast. Til að byrja með var dramatíkin rosaleg: Man United komst óvænt yfir þökk sé Scott McTominay. Liverpool svaraði með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Varamaðurinn Antony jafnaði metin (með hægri) þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Því þurfti að framlengja. Harvey Elliott kom Liverpool yfir. Marcus Rashford jafnaði metin og það stefndi í vítaspyrnukeppni. Varamaðurinn Amad Diallo tryggði hins vegar Man Utd sigurinn í blálok framlengingar og fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífa sig úr treyjunni. Mörkin segja ákveðna sögu þó alls ekki alla. Bæði lið fengu fjölmörg færi, Liverpool skorðai mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og Rashford var nálægt því að tryggja Man Utd sigur í blálok venjulegs leiktíma. Framlengingin var svo bara ringulreið frá A til Ö. Sem dæmi má benda á hvernig uppstilling heimamanna var í framlengingu. Bruno Fernandes, sem leikur oftast nær í svæðinu á bakvið framherja liðsins, var örmagna og kláraði leikinn í miðverði. Hægri vængmaðurinn Antony var mættur í vinstri bakvörðinn og Harry Maguire var óvænt að taka hlaup inn fyrir vörn gestanna. Leikplan, skipulag, draumórar um að halda í boltann og spila skipulagðan fótbolta – eitthvað sem einkennir flest af bestu liðum dagsins í dag – fór allt út um gluggann. Niðurstaðan var ein allsherjar ringulreið sem kórónaðist í sigurmarki Man United þar sem liðið vann boltann eftir hornspyrnu Liverpool þegar framlengingunni var svo gott sem lokið. Every angle of THAT Amad Diallo goal #EmiratesFACup pic.twitter.com/b7EQ5RwoU2— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 18, 2024 Ofan á allt þetta þá fékk leikurinn líka að fljóta en myndbandsdómari leiksins skipti sér skemmtilega lítið af. Úr varð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, þó svo að Liverpool-hlutinn hafi ef til vill verið heldur súr í lok leiks. Mögulega jafn súr og þjálfari liðsins. Slíkur var hraðinn í leiknum, þá sérstaklega framlengingunni, að ef fólk blikkaði þá voru allar líkur að það hafi misst af dauðafæri eða marki. Kannski er því lausnin á áhugaleysi yngstu kynslóðarinnar ekki að fjölga leikjum enn frekar og gera leikinn í kjölfarið hægari þar sem leikmenn eru líkamlega og andlega örmagna. Ef til vill þarf bara að henda leikplani, skipulagi og þeirri tölfræðiáráttu sem einkennir alla umræðu dagsins í dag út um gluggann og leyfa ringulreiðinni að taka yfir. Það var allavega grunnurinn að einum skemmtilegasta leik sem undirritaður hefur séð lengi, þó það hjálpi vissulega að halda með liðinu sem stóð uppi sem sigurvegari.
Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Tengdar fréttir Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17