Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Jón Þór Stefánsson skrifar 16. mars 2024 15:01 Mynd frá vinnu við forfæringar á Wilson Skaw. LHG Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni. Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira