Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Jón Þór Stefánsson skrifar 16. mars 2024 15:01 Mynd frá vinnu við forfæringar á Wilson Skaw. LHG Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni. Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira