„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. mars 2024 21:51 Benedikt Guðmundsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í kvöld. vísir / pawel Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins