„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 21:58 Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Guðmundur Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira