Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Siggeir Ævarsson skrifar 27. apríl 2025 18:32 Njarðvík-Grindavík, úrslitaleikur í vís bikarnum í körfubolta kvenna, Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Keflvíkingar ætluðu sér ekki í sumarfrí án þess að leggja allt í sölurnar og reyna að knýja fram í það minnsta einn leik enn. Keflavík fór betur af stað og af miklum krafti. Villurnar voru sumar af dýrari gerðinni og ekkert hægt að væla í dómurunum yfir þeim. Flautuþristur frá Önnu Láru Vignisdóttur þýddi svo að Njarðvík leiddi með fimm stigum eftir fjörugan fyrsta leikhluta, 27-22. Það virtist allt ætla að smella með Njarðvíkingum í öðrum leikhluta og munurinn var fljótlega kominn upp í 13 stig. Þá tóku Keflvíkingar leikhlé og skoruðu 17 stig meðan Njarðvík lét sér duga að skora sex. Staðan í hálfleik 46-44 og leikurinn galopinn. Thelma Dís opnaði seinni hálfleikinn á þristi og sumir héldu kannski að endurkoma Keflvíkinga væri í kortunum. Þeir skiptu á þessum tímapunkti alfarið í svæðisvörn, mögulega til að reyna að fela þær Söru og Dickey sem voru báðar á fjórum villum en Paulina Hesler skoraði nánast að vild í hvert sinn sem hún fékk boltann í teignum í kringum þær tvær. Brittany Dinkins lokaði leikhlutanum svo með þristi upp úr litlu og Njarðvík leiddi með átta, 78-70, fyrir lokaátökin. Njarðvíkingar náðu svo að keyra muninn upp í 14 stig þegar um fimm mínútur voru eftir og það var einfaldlega of mikið fyrir Keflvíkinga að brúa. Njarðvíkingar voru skynsamir á lokasprettinum, spiluðu langar sóknir og létu boltann ganga og tóku góð skot. Keflvíkingar réðu illa við Brittany Dinkins sem virðist hafa jafnað sig algjörlega á meiðslum sínum á milli leikja en hún skoraði 37 stig í kvöld og gaf tólf stoðsendingar. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Keflvíkingar ætluðu sér ekki í sumarfrí án þess að leggja allt í sölurnar og reyna að knýja fram í það minnsta einn leik enn. Keflavík fór betur af stað og af miklum krafti. Villurnar voru sumar af dýrari gerðinni og ekkert hægt að væla í dómurunum yfir þeim. Flautuþristur frá Önnu Láru Vignisdóttur þýddi svo að Njarðvík leiddi með fimm stigum eftir fjörugan fyrsta leikhluta, 27-22. Það virtist allt ætla að smella með Njarðvíkingum í öðrum leikhluta og munurinn var fljótlega kominn upp í 13 stig. Þá tóku Keflvíkingar leikhlé og skoruðu 17 stig meðan Njarðvík lét sér duga að skora sex. Staðan í hálfleik 46-44 og leikurinn galopinn. Thelma Dís opnaði seinni hálfleikinn á þristi og sumir héldu kannski að endurkoma Keflvíkinga væri í kortunum. Þeir skiptu á þessum tímapunkti alfarið í svæðisvörn, mögulega til að reyna að fela þær Söru og Dickey sem voru báðar á fjórum villum en Paulina Hesler skoraði nánast að vild í hvert sinn sem hún fékk boltann í teignum í kringum þær tvær. Brittany Dinkins lokaði leikhlutanum svo með þristi upp úr litlu og Njarðvík leiddi með átta, 78-70, fyrir lokaátökin. Njarðvíkingar náðu svo að keyra muninn upp í 14 stig þegar um fimm mínútur voru eftir og það var einfaldlega of mikið fyrir Keflvíkinga að brúa. Njarðvíkingar voru skynsamir á lokasprettinum, spiluðu langar sóknir og létu boltann ganga og tóku góð skot. Keflvíkingar réðu illa við Brittany Dinkins sem virðist hafa jafnað sig algjörlega á meiðslum sínum á milli leikja en hún skoraði 37 stig í kvöld og gaf tólf stoðsendingar. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.