„Hann er tekinn út úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2025 22:10 Benedikt á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. „Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
„Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira