Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 16:01 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tímabært að bærinn sé með stefnu um hversu mörgum ferðamönnum skemmtiferðaskipa hann sé tilbúinn að taka á móti. Vísir/Einar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23