Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 15:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26