Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. mars 2024 11:31 Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun