Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 12:02 Það er tómlegt um að lítast í Grindavík þessa dagana. Forseti bæjarstjórnar segir þó að margir íbúar sjái enn fyrir sér framtíð í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira