Hroki og yfirlæti og hagsmunagæsla sjómanna Bergur Þorkelsson skrifar 8. mars 2024 16:02 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun