Tvíburarannsókn sýnir sterk tengsl milli áfalla í æsku og geðraskana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2024 09:00 Doktorsverkefni Hildu snýst um áföll í æsku og seiglu í kjölfar áfalla. Leiðbeinandi hennar er Unnur Anna Valdimarsdóttir, sem er ábyrgðarmaður Áfallasögu kvenna. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Rannsókn sem byggði á gögnum úr svokallaðri Tvíburaskrá Svíþjóðar hefur leitt í ljós að einstaklingar sem urðu fyrir áfalli í æsku voru 2,4 sinnum líklegri til að hafa verið greindir með geðsjúkdóm en þeir sem komust í gegnum æskuna áfallalaust. Þá jukust líkurnar á greiningu geðsjúkdóms um 52 prósent við hvert viðbótaráfall umfram eitt. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í JAMA Psychiatry en fyrsti höfundur rannsóknarinnar er Hilda Björk Daníelsdóttir, sem mun verja doktorsritgerð sína um áföll í æsku við Háskóla Íslands í júní. Hún býr og starfar í Stokkhólmi og þess má til gamans geta að hún er sjálf tvíburi. „Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að sá sem upplifir einhvers konar áfall eða áföll í æsku er í aukinni áhættu á að þróa með sér geðröskun á fullorðinsárum. En til þess að varpa skýrara ljósi á áhættuna þá lögðum við upp með þessa rannsókn og hún sem sagt byggir á gögnum um 25.252 tvíbura úr sænska tvíburagagnagrunninum,“ segir Hilda. Tvíburaskráin svokallaða safnar upplýsingum um alla þá tvíbura sem fæðast í Svíþjóð og eru viljugir til þátttöku. Þannig er að finna í grunninum gögn um tvíbura sem fæddust fyrir 1900 og tvíbura sem hafa fæðst á síðustu árum. Tvíburarnir svara meðal annars spurningalistum, þar sem til dæmis er spurt um áföll í æsku, og í rannsókninni voru þau gögn keyrð saman við önnur heilbrigðisgögn. „Tvíburarnir eru til dæmis spurðir um andlega og líkamlega vanrækslu, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, nauðgun og hatursglæpi. Þessi gögn eru síðan tengd við heilsufarsupplýsingar í Svíþjóð og við fengum upplýsingar um greiningar á geðröskunum frá sænsku sjúkraskránni,“ útskýrir Hilda. Rannsóknin snérist þannig um að skoða tengsl áfalla í æsku og geðraskana á fullorðinsárum og í ljós kom að það voru ekki aðeins sterk tengsl þarna á milli heldur einnig á milli fjölda áfalla í æsku og aukinnar áhættu á áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og áfengis- og vímuefnavanda á fullorðinsárum. Áfallamiðuðu sálfræðimeðferð geti hjálpað Hilda segir rannsóknina nýlundu að því leiti að annar þáttur hennar snéri að tvíburapörum, 6.852 einstaklingum, þar sem annar hafði upplifaði áföll í æsku en hinn ekki. Áður hafði verið sýnt fram á áhættumun milli tveggja óskyldra einstaklinga, þar sem annar hafði sögu um áföll en hinn ekki. „Með þessu gátum við útilokað erfðaþáttinn og aðra fjölskyldutengda þætti, til dæmis aðstæður í æsku,“ segir Hilda. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að áhættan á greinast með geðröskun var mest þegar um var að ræða nauðgun eða annað kynferðisofbeldi eða þegar áföllin voru þrjú eða fleiri. Meðal tvíburaparanna voru þeir sem höfðu upplifað áfall eða illa meðferð 1,2 sinnum líklegri til að hafa greinst með geðröskun þegar um var að ræða eineggja tvíbura og 1,7 sinnum líklegri þegar um var að ræða tvíeggja tvíbura. „Þetta sýnir í rauninni bara svart á hvítu hversu afdrifarík áföll eru fyrir heilsu fólks til lengri tíma,“ segir Hilda um niðurstöðurnar. Hún segir það hafa komið sérstaklega á óvart hversu sterk tengslin milli áfalla og geðraskana voru þegar búið var að stjórna fyrir erfðaáhrifum og öðrum aðstæðum í æsku. „Ég vonast til þess að þessar niðurstöðu opni augu fólks fyrir því hvaða áhrif áföll í æsku geta mögulega haft á geðheilsu á fullorðinsárum. Þetta sýnir hversu afdrifarík þau eru fyrir heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir þau og styðja við börn sem lenda í slíkum áföllum,“ segir Hilda. Hún segir niðurstöðurnar benda til þess að það geti dregið úr líkunum á geðröskunum ef fólk fær áfallamiðaða sálfræðimeðferð til að vinna úr reynslu sinni. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Hildu en hún segir næsta skref að rannsaka „seiglu“ (e. psychological resilience), það er að segja hæfni einstaklinga til að halda heilsu í erfiðum aðstæðum eða í kjölfar áfalla. Vísindi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Þá jukust líkurnar á greiningu geðsjúkdóms um 52 prósent við hvert viðbótaráfall umfram eitt. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í JAMA Psychiatry en fyrsti höfundur rannsóknarinnar er Hilda Björk Daníelsdóttir, sem mun verja doktorsritgerð sína um áföll í æsku við Háskóla Íslands í júní. Hún býr og starfar í Stokkhólmi og þess má til gamans geta að hún er sjálf tvíburi. „Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að sá sem upplifir einhvers konar áfall eða áföll í æsku er í aukinni áhættu á að þróa með sér geðröskun á fullorðinsárum. En til þess að varpa skýrara ljósi á áhættuna þá lögðum við upp með þessa rannsókn og hún sem sagt byggir á gögnum um 25.252 tvíbura úr sænska tvíburagagnagrunninum,“ segir Hilda. Tvíburaskráin svokallaða safnar upplýsingum um alla þá tvíbura sem fæðast í Svíþjóð og eru viljugir til þátttöku. Þannig er að finna í grunninum gögn um tvíbura sem fæddust fyrir 1900 og tvíbura sem hafa fæðst á síðustu árum. Tvíburarnir svara meðal annars spurningalistum, þar sem til dæmis er spurt um áföll í æsku, og í rannsókninni voru þau gögn keyrð saman við önnur heilbrigðisgögn. „Tvíburarnir eru til dæmis spurðir um andlega og líkamlega vanrækslu, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, nauðgun og hatursglæpi. Þessi gögn eru síðan tengd við heilsufarsupplýsingar í Svíþjóð og við fengum upplýsingar um greiningar á geðröskunum frá sænsku sjúkraskránni,“ útskýrir Hilda. Rannsóknin snérist þannig um að skoða tengsl áfalla í æsku og geðraskana á fullorðinsárum og í ljós kom að það voru ekki aðeins sterk tengsl þarna á milli heldur einnig á milli fjölda áfalla í æsku og aukinnar áhættu á áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og áfengis- og vímuefnavanda á fullorðinsárum. Áfallamiðuðu sálfræðimeðferð geti hjálpað Hilda segir rannsóknina nýlundu að því leiti að annar þáttur hennar snéri að tvíburapörum, 6.852 einstaklingum, þar sem annar hafði upplifaði áföll í æsku en hinn ekki. Áður hafði verið sýnt fram á áhættumun milli tveggja óskyldra einstaklinga, þar sem annar hafði sögu um áföll en hinn ekki. „Með þessu gátum við útilokað erfðaþáttinn og aðra fjölskyldutengda þætti, til dæmis aðstæður í æsku,“ segir Hilda. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að áhættan á greinast með geðröskun var mest þegar um var að ræða nauðgun eða annað kynferðisofbeldi eða þegar áföllin voru þrjú eða fleiri. Meðal tvíburaparanna voru þeir sem höfðu upplifað áfall eða illa meðferð 1,2 sinnum líklegri til að hafa greinst með geðröskun þegar um var að ræða eineggja tvíbura og 1,7 sinnum líklegri þegar um var að ræða tvíeggja tvíbura. „Þetta sýnir í rauninni bara svart á hvítu hversu afdrifarík áföll eru fyrir heilsu fólks til lengri tíma,“ segir Hilda um niðurstöðurnar. Hún segir það hafa komið sérstaklega á óvart hversu sterk tengslin milli áfalla og geðraskana voru þegar búið var að stjórna fyrir erfðaáhrifum og öðrum aðstæðum í æsku. „Ég vonast til þess að þessar niðurstöðu opni augu fólks fyrir því hvaða áhrif áföll í æsku geta mögulega haft á geðheilsu á fullorðinsárum. Þetta sýnir hversu afdrifarík þau eru fyrir heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir þau og styðja við börn sem lenda í slíkum áföllum,“ segir Hilda. Hún segir niðurstöðurnar benda til þess að það geti dregið úr líkunum á geðröskunum ef fólk fær áfallamiðaða sálfræðimeðferð til að vinna úr reynslu sinni. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Hildu en hún segir næsta skref að rannsaka „seiglu“ (e. psychological resilience), það er að segja hæfni einstaklinga til að halda heilsu í erfiðum aðstæðum eða í kjölfar áfalla.
Vísindi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira