Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 06:21 Tilraunasprenging Frakka á Kyrrahafi 22. maí árið 1970. Getty/Galerie Bilderwelt Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. Bandaríkjamenn juku í kjölfarið viðbúnað í Evrópu og sendu meðal annars yfir þúsund handhæga geislamæla til Úkraínu. Hundruð stærri mælitækja var komið upp í borgum landsins og við kjarnorkuver og 200 heilbrigðisstofnanir útnefndar móttökumiðstöðvar ef til kjarnorkuárásar kæmi. Þúsundir lækna, hjúkrunafræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna hafa verið þjálfaðir í að bregðast við og veita umönnun vegna geislamengunar og þá eru joðtöflur geymdar í miklu magni um alla Úkraínu, sem vernda skjaldkirtilinn frá krabbameinsvaldandi áhrifum geislunar. Frá þessu er greint í fyrsta hlut nýs greinaflokks W.J. Hennigan, sem skrifar um þjóðaröryggismál fyrir New York Times. Greinarflokkurinn ber yfirskriftina The Brink, sem má þýða sem „Á brúninni“, en í fyrsta hlutanum eru skilaboð Hennigan að menn ættu að hugsa meira um það sem hingað til hefur þótt óhugsandi. Hennigan segir meðal annars frá því að eftir nokkuð stöðugt ástand í um 30 ár hófu stjórnvöld vestanhafs að búa sig undir það versta aðeins fjórum dögum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Afraksturinn var viðbragðsáætlun, þar sem allar mögulegar sviðsmyndir hafa verið dregnar upp, og Hvíta húsið mun geta gripið til ef Rússar grípa til þess að sprengja kjarnorkusprengju í Úkraínu. Hvað ef? Rússar hafa ítrekað hótað því, stundum beint og stundum undir rós, að grípa til dramatískra aðgerða ef Vesturlönd færa sig upp á skaftið, nú síðast í stefnuræðu Vladimir Pútín í síðustu viku. Hann var þá að bregðast við ummælum Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem útilokaði ekki að Evrópuríkin sendu hermenn inn í Úkraínu. En hvað gerist, spyr Hennigan, ef Pútín tekur þá ákvörðun að nota eina af 2.000 minni kjarnorkusprengjum Rússa á vígvellinum? Ef fælingarmátturinn væri úr sögunni og Rússar notuðu kjarnorkuvopn gegn þjóð sem er formlega séð ekki undir verndarvæng hernaðarbandalags? Svarið segir hann mögulega mega finna í viðbrögðum manna fyrrnefnt haust árið 2022, þegar verulegar áhyggjur voru uppi af því hvernig Rússar myndu bregðast við andspyrnu og sókn Úkraínumanna. Úkraínuher hafði þá náð aftur landsvæði í Kharkív og var við það að komast í gegnum varnir Rússa í Kherson. Og menn veltu því fyrir sér hvað myndi gerast ef Úkraínumenn næðu lengra, inn á Krímskaga, í átt að Svartahafsflota Rússa. Bandaríkjamenn mátu líkurnar á kjarnorkuárás 50/50. Hennigan segist hafa rætt við fjölda heimildarmanna um þá atburðarás sem fór af stað en hún hófst með símtölum Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og varnarmálaráðherra fjögurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins; Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Tyrklands. Shoigu sagði Rússa hafa fengið veður af því að Úkraínumenn hygðust sprengja „skítuga sprengju“; hefðbundna sprengju umvafða geislavirku efni, á eigin yfirráðasvæði og koma sökinni yfir á Rússa. Stjórnvöld vestanhafs komust strax að þeirri niðurstöðu að líklega væri um fyrirslátt að ræða; afsökun af hálfu Rússa til að sprengja eigin kjarnorkusprengju. Hættunni afstýrt... í bili Samkvæmt Hennigan voru margir innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum á því að áhættan á kjarnorkustríði væri nú meiri en hún hefði nokkru sinni verið frá Kúbudeilunni. Tilraunir hófust, í samráði við bandamenn, fjendur og alla þar á milli, til að draga úr spennunni og tala Rússa niður. Í viku var unnið að því dag og nótt í Hvíta húsinu að skipuleggja samtöl milli leiðtoga og undirbúa verstu sviðsmyndina; að Rússar létu til skarar skríða. Að sögn Hennigan mátu margir stöðuna þannig að um væri að ræða mestu hættuna á kjarnorkustyrjöld frá Kúbudeilunni. Embættismenn voru sendir til Póllands til að tryggja að heilbrigðisgögn og geislamælar rötuðu yfir landamærin. Þá var búnaður sendur til að safna sprengjubrotum, til að greina uppruna geislavirka efnisins og rannsaka hönnun vopnsins. Einnig var teymi sett saman til að meta stöðuna daglega og freista þess að skýra hvaða aðstæður væru líklegastar til að ýta Rússum yfir rauðu línuna. Rússum voru send skýr skilaboð um afleiðingarnar, bæði opinberlega og bakvið tjöldin. Kína, Indland og Tyrkland voru meðal annarra þjóða sem einnig áttu samtöl við stjórnvöld í Rússlandi vegna hættunnar. Sextánda nóvember sendu G-20 þjóðirnar frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að notkun kjarnorkuvopna væri algjörlega óásættanleg. Átök þyrfti að leysa við samningaborðið; þetta tímabil í mannkynsögunni mætti ekki verða tími stríðsátaka. Hvað svo sem réði úrslitum virtist Rússlandsforseti hafa ákveðið að halda að sér höndum, segir Hennigan. Hins vegar hafi verið um að ræða sjaldgæft sameiginlegt átak þjóða, sem virðist að öðru leyti vera að þróast í sundur. Vopnakapphlaup sé hafið á ný, vopnasamningar heyri sögunni til og enn ekki útséð um hvað gæti gerst ef mál þróast á versta veg annars staðar þar sem spennan sé í hámarki. Taívan, Suður-Kórea og jafnvel Gasa gætu verið næst á eftir Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Hennigan, The Brink. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Bandaríkjamenn juku í kjölfarið viðbúnað í Evrópu og sendu meðal annars yfir þúsund handhæga geislamæla til Úkraínu. Hundruð stærri mælitækja var komið upp í borgum landsins og við kjarnorkuver og 200 heilbrigðisstofnanir útnefndar móttökumiðstöðvar ef til kjarnorkuárásar kæmi. Þúsundir lækna, hjúkrunafræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna hafa verið þjálfaðir í að bregðast við og veita umönnun vegna geislamengunar og þá eru joðtöflur geymdar í miklu magni um alla Úkraínu, sem vernda skjaldkirtilinn frá krabbameinsvaldandi áhrifum geislunar. Frá þessu er greint í fyrsta hlut nýs greinaflokks W.J. Hennigan, sem skrifar um þjóðaröryggismál fyrir New York Times. Greinarflokkurinn ber yfirskriftina The Brink, sem má þýða sem „Á brúninni“, en í fyrsta hlutanum eru skilaboð Hennigan að menn ættu að hugsa meira um það sem hingað til hefur þótt óhugsandi. Hennigan segir meðal annars frá því að eftir nokkuð stöðugt ástand í um 30 ár hófu stjórnvöld vestanhafs að búa sig undir það versta aðeins fjórum dögum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Afraksturinn var viðbragðsáætlun, þar sem allar mögulegar sviðsmyndir hafa verið dregnar upp, og Hvíta húsið mun geta gripið til ef Rússar grípa til þess að sprengja kjarnorkusprengju í Úkraínu. Hvað ef? Rússar hafa ítrekað hótað því, stundum beint og stundum undir rós, að grípa til dramatískra aðgerða ef Vesturlönd færa sig upp á skaftið, nú síðast í stefnuræðu Vladimir Pútín í síðustu viku. Hann var þá að bregðast við ummælum Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem útilokaði ekki að Evrópuríkin sendu hermenn inn í Úkraínu. En hvað gerist, spyr Hennigan, ef Pútín tekur þá ákvörðun að nota eina af 2.000 minni kjarnorkusprengjum Rússa á vígvellinum? Ef fælingarmátturinn væri úr sögunni og Rússar notuðu kjarnorkuvopn gegn þjóð sem er formlega séð ekki undir verndarvæng hernaðarbandalags? Svarið segir hann mögulega mega finna í viðbrögðum manna fyrrnefnt haust árið 2022, þegar verulegar áhyggjur voru uppi af því hvernig Rússar myndu bregðast við andspyrnu og sókn Úkraínumanna. Úkraínuher hafði þá náð aftur landsvæði í Kharkív og var við það að komast í gegnum varnir Rússa í Kherson. Og menn veltu því fyrir sér hvað myndi gerast ef Úkraínumenn næðu lengra, inn á Krímskaga, í átt að Svartahafsflota Rússa. Bandaríkjamenn mátu líkurnar á kjarnorkuárás 50/50. Hennigan segist hafa rætt við fjölda heimildarmanna um þá atburðarás sem fór af stað en hún hófst með símtölum Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og varnarmálaráðherra fjögurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins; Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Tyrklands. Shoigu sagði Rússa hafa fengið veður af því að Úkraínumenn hygðust sprengja „skítuga sprengju“; hefðbundna sprengju umvafða geislavirku efni, á eigin yfirráðasvæði og koma sökinni yfir á Rússa. Stjórnvöld vestanhafs komust strax að þeirri niðurstöðu að líklega væri um fyrirslátt að ræða; afsökun af hálfu Rússa til að sprengja eigin kjarnorkusprengju. Hættunni afstýrt... í bili Samkvæmt Hennigan voru margir innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum á því að áhættan á kjarnorkustríði væri nú meiri en hún hefði nokkru sinni verið frá Kúbudeilunni. Tilraunir hófust, í samráði við bandamenn, fjendur og alla þar á milli, til að draga úr spennunni og tala Rússa niður. Í viku var unnið að því dag og nótt í Hvíta húsinu að skipuleggja samtöl milli leiðtoga og undirbúa verstu sviðsmyndina; að Rússar létu til skarar skríða. Að sögn Hennigan mátu margir stöðuna þannig að um væri að ræða mestu hættuna á kjarnorkustyrjöld frá Kúbudeilunni. Embættismenn voru sendir til Póllands til að tryggja að heilbrigðisgögn og geislamælar rötuðu yfir landamærin. Þá var búnaður sendur til að safna sprengjubrotum, til að greina uppruna geislavirka efnisins og rannsaka hönnun vopnsins. Einnig var teymi sett saman til að meta stöðuna daglega og freista þess að skýra hvaða aðstæður væru líklegastar til að ýta Rússum yfir rauðu línuna. Rússum voru send skýr skilaboð um afleiðingarnar, bæði opinberlega og bakvið tjöldin. Kína, Indland og Tyrkland voru meðal annarra þjóða sem einnig áttu samtöl við stjórnvöld í Rússlandi vegna hættunnar. Sextánda nóvember sendu G-20 þjóðirnar frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að notkun kjarnorkuvopna væri algjörlega óásættanleg. Átök þyrfti að leysa við samningaborðið; þetta tímabil í mannkynsögunni mætti ekki verða tími stríðsátaka. Hvað svo sem réði úrslitum virtist Rússlandsforseti hafa ákveðið að halda að sér höndum, segir Hennigan. Hins vegar hafi verið um að ræða sjaldgæft sameiginlegt átak þjóða, sem virðist að öðru leyti vera að þróast í sundur. Vopnakapphlaup sé hafið á ný, vopnasamningar heyri sögunni til og enn ekki útséð um hvað gæti gerst ef mál þróast á versta veg annars staðar þar sem spennan sé í hámarki. Taívan, Suður-Kórea og jafnvel Gasa gætu verið næst á eftir Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Hennigan, The Brink.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna