Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. mars 2024 07:44 Fjárrmálaráðherrann Bezael Smotrich býr sjálfur á landtökusvæðunum ólöglegu. Photo by Amir Levy/Getty Images Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlanir sem gera ráð fyrir því að um 3400 ný heimili verði reist á landtökusvæðum á Vesturbakkanum. Um sjötíu prósent húsanna verða byggð austur af Jerúsalem og afgangurinn sunnan við Betlehem. Ráðherra í ríkisstjórninni segir að hverfin, sem eru á landi Palestínumanna verði byggð í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á svæðinu fyrir hálfum mánuði. Leiðtogar Palestínumanna hafa fordæmt ákvörðunina en þetta eru fyrstu landtökubyggðirnar sem samþykktar eru frá því í júní á síðasta ári. Frá því Ísraelsmenn hertóku Vesturbakkann árið 1967 hafa þeir byggt um 160 landtökubæi á svæðinu þar sem nú búa um 700 þúsund gyðingar. Palestínumenn gera hinsvegar kröfu um að í tveggja ríkja lausninni svokölluðu verði Vesturbakkinn hluti af landi þeirra. Langstærsti hluti alþjóðasamfélagsins lítur á landtökubyggðirnar sem ólöglegar, þótt Ísraelar mótmæli því. Fjármálaráðherrann Bezael Smotrich, sem sjálfur býr á landtökusvæðunum, segir að á síðustu tólf mánuðum hafi rúmlega 18.500 ný hús verið byggð þar og að fleiri verði byggð á komandi árum. „Óvinir okkar reyna að meiða okkur og veikja, en við munum halda uppbyggingunni áfram á þessu landi,“ sagði ráðherrann á samfélagsmiðlum í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Áhyggjur vegna byggingaráforma á Vesturbakkanum Bandaríkjamenn segjast hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Vesturbakkanum eftir að í ljós kom að fyrirætlanir um að byggja 4.560 nýjar íbúðir á Vestubakkanum verða teknar fyrir af Yfirskipulagsráði Ísrael í næstu viku. 19. júní 2023 08:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Um sjötíu prósent húsanna verða byggð austur af Jerúsalem og afgangurinn sunnan við Betlehem. Ráðherra í ríkisstjórninni segir að hverfin, sem eru á landi Palestínumanna verði byggð í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á svæðinu fyrir hálfum mánuði. Leiðtogar Palestínumanna hafa fordæmt ákvörðunina en þetta eru fyrstu landtökubyggðirnar sem samþykktar eru frá því í júní á síðasta ári. Frá því Ísraelsmenn hertóku Vesturbakkann árið 1967 hafa þeir byggt um 160 landtökubæi á svæðinu þar sem nú búa um 700 þúsund gyðingar. Palestínumenn gera hinsvegar kröfu um að í tveggja ríkja lausninni svokölluðu verði Vesturbakkinn hluti af landi þeirra. Langstærsti hluti alþjóðasamfélagsins lítur á landtökubyggðirnar sem ólöglegar, þótt Ísraelar mótmæli því. Fjármálaráðherrann Bezael Smotrich, sem sjálfur býr á landtökusvæðunum, segir að á síðustu tólf mánuðum hafi rúmlega 18.500 ný hús verið byggð þar og að fleiri verði byggð á komandi árum. „Óvinir okkar reyna að meiða okkur og veikja, en við munum halda uppbyggingunni áfram á þessu landi,“ sagði ráðherrann á samfélagsmiðlum í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Áhyggjur vegna byggingaráforma á Vesturbakkanum Bandaríkjamenn segjast hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Vesturbakkanum eftir að í ljós kom að fyrirætlanir um að byggja 4.560 nýjar íbúðir á Vestubakkanum verða teknar fyrir af Yfirskipulagsráði Ísrael í næstu viku. 19. júní 2023 08:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Áhyggjur vegna byggingaráforma á Vesturbakkanum Bandaríkjamenn segjast hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Vesturbakkanum eftir að í ljós kom að fyrirætlanir um að byggja 4.560 nýjar íbúðir á Vestubakkanum verða teknar fyrir af Yfirskipulagsráði Ísrael í næstu viku. 19. júní 2023 08:44