Skömmin er gerenda Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun