Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 08:11 Vel hefur gengið í kjaraviðræðum stéttarfélaga breiðfylkingarinnar innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga. Samningar gætu jafnvel legið fyrir í dag. Stöð 2/Einar Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21