Verður hugvitið stærsta útflutningsvaran okkar og jafnframt sú verðmætasta? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. mars 2024 12:30 Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar