Forsetinn til rannsóknar fyrir meinta tilraun til að eiga við úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 20:31 Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, er sakaður um að eiga við úrslit. Vísir/Getty Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit kappaksturs í Formúlu 1. FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira