Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 29. febrúar 2024 07:38 Eldur Ólafsson er forstjóri Amaroq Minerals. Hann segir fundinn nú afrakstur margra ára vinnu. Amaraoq Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen. Amaroq greinir frá þessu í tilkynningu til Kauphallar, en félagið starfar á sviði námuvinnslu og býr yfir námuvinnsluréttindum á landi sem hefur að geyma verulegt magn af gulli í jörðu auk annarra verðmætra málma á Suður-Grænlandi. Félagið var skráð á aðalmarkað Nasdaq í nóvember 2022. Fram kemur í tilkynningunni að súlfíðahlutfall hingað til sé í lægri kantinum og dreift og muni Amaroq nota niðurstöðurnar til að sækja enn frekar í þann hluta sem búist sé við að það sé þéttara. Jarðfræðirannsóknir sýni fram á hvar aðalsvæðið sé og muni fyrirtækið einbeita sér að því á árinu. „Mikilvægt er að horfa til þess að samsetningin, svo sem magn og áferð, benda til að hún sé sambærilegt við bestu nikkel-kopar námur í heiminum. Magnið af nikkeli, kopari og kóbalti innan súlfíðana virðist gríðarlega hátt eða um 3-5% nikkel/kopar sem sýnir gæði Stendalen svæðisins. Einnig er gott að nikkelið og koparinn séu í súlfíðinu því þá er auðvelt að kljúfa þau frá berginu sem er mun umhverfvænna ferli Tilraunaborunin árið 2023 var sú fyrsta á svæði sem er um 6 km í þvermál og því er mögulegt að í Stendalen finnist fjölmörg önnur verðmæt málmgrýtissvæði. Nikkel– kopar–kóbalt fundur staðfestir enn þau miklu tækifæri sem Suður-Grænland býður upp á. Fyrirtækið telur að þessar niðurstöður réttlæti enn frekari rannsóknir og hefur hafið undirbúning að frekari rannsóknum með borunum á að minnsta kosti þremur stöðum til viðbótar og verður sérstakt rannsóknarteymi tengt því sett á fót á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Afrakstur margra ára vinnu Í tilkynningunni er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq, að fundur á borð við þann sem hafi átt sér stað í Stendalen sé afrakstur margra ára vinnu jarðfræðiteymis Amaroq. „Mikilvægi þess að finna kopar og nikkel, sem eru afar nauðsynlegir málmar fyrir orkuskipti, í landi sem er jafn vel staðsett, verður ekki undirstrikað nægilega vel. Þessar fyrstu niðurstöður gera það að verkum að við getum nú sett enn meiri kraft í verkefnið, sem nú þegar er að fullu fjármagnað næstu ár.“ Tækifæri Sömuleiðis er haft eftir James Gilbertson, aðstoðarforstjóra rannsókna hjá Amaroq, að jarðfræðiteymi Amaroq hafi lagt fram tímamótaspár í kjölfar nákvæmra rannsókna á Suður-Grænlandi. „Niðurstöðurnar fara fram úr okkar björtustu vonum. Jafnvel þó málmhlutfallið sé tiltölulega lágt, eru eiginleikar bergsins þannig að útlit er fyrir að þarna gæti fundist mjög hátt hlutfall af nikkeli, kopari og kóbalti sem líklegt er að sverji sig í ætt við stærstu hágæða nikkel-kopar námur líkt og í Talnakh (Noril’sk), Sudbury og Voisey’s Bay. Að auki benda niðurstöður til að hágæða málmar finnist á svæðinu, sem er meginmarkmið rannsókna ársins. Þetta er aðeins upphafið að því sem koma skal í Stendalen, framundan eru frekari jarðfræðirannsóknir og tilraunaboranir. Góður árangur verkefnisins eykur verulega líkurnar á að finna fleiri tegundir verðmætra málma á svæðum Amaroq og staðfestir þau miklu tækifæri sem eru á Suður-Grænlandi.” Amaroq Minerals Kauphöllin Námuvinnsla Grænland Tengdar fréttir Íslenskir lífeyrissjóðir umsvifamiklir í tæplega átta milljarða útboði Amaroq Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári. 13. febrúar 2024 10:11 Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina. 10. febrúar 2024 16:34 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Amaroq greinir frá þessu í tilkynningu til Kauphallar, en félagið starfar á sviði námuvinnslu og býr yfir námuvinnsluréttindum á landi sem hefur að geyma verulegt magn af gulli í jörðu auk annarra verðmætra málma á Suður-Grænlandi. Félagið var skráð á aðalmarkað Nasdaq í nóvember 2022. Fram kemur í tilkynningunni að súlfíðahlutfall hingað til sé í lægri kantinum og dreift og muni Amaroq nota niðurstöðurnar til að sækja enn frekar í þann hluta sem búist sé við að það sé þéttara. Jarðfræðirannsóknir sýni fram á hvar aðalsvæðið sé og muni fyrirtækið einbeita sér að því á árinu. „Mikilvægt er að horfa til þess að samsetningin, svo sem magn og áferð, benda til að hún sé sambærilegt við bestu nikkel-kopar námur í heiminum. Magnið af nikkeli, kopari og kóbalti innan súlfíðana virðist gríðarlega hátt eða um 3-5% nikkel/kopar sem sýnir gæði Stendalen svæðisins. Einnig er gott að nikkelið og koparinn séu í súlfíðinu því þá er auðvelt að kljúfa þau frá berginu sem er mun umhverfvænna ferli Tilraunaborunin árið 2023 var sú fyrsta á svæði sem er um 6 km í þvermál og því er mögulegt að í Stendalen finnist fjölmörg önnur verðmæt málmgrýtissvæði. Nikkel– kopar–kóbalt fundur staðfestir enn þau miklu tækifæri sem Suður-Grænland býður upp á. Fyrirtækið telur að þessar niðurstöður réttlæti enn frekari rannsóknir og hefur hafið undirbúning að frekari rannsóknum með borunum á að minnsta kosti þremur stöðum til viðbótar og verður sérstakt rannsóknarteymi tengt því sett á fót á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Afrakstur margra ára vinnu Í tilkynningunni er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq, að fundur á borð við þann sem hafi átt sér stað í Stendalen sé afrakstur margra ára vinnu jarðfræðiteymis Amaroq. „Mikilvægi þess að finna kopar og nikkel, sem eru afar nauðsynlegir málmar fyrir orkuskipti, í landi sem er jafn vel staðsett, verður ekki undirstrikað nægilega vel. Þessar fyrstu niðurstöður gera það að verkum að við getum nú sett enn meiri kraft í verkefnið, sem nú þegar er að fullu fjármagnað næstu ár.“ Tækifæri Sömuleiðis er haft eftir James Gilbertson, aðstoðarforstjóra rannsókna hjá Amaroq, að jarðfræðiteymi Amaroq hafi lagt fram tímamótaspár í kjölfar nákvæmra rannsókna á Suður-Grænlandi. „Niðurstöðurnar fara fram úr okkar björtustu vonum. Jafnvel þó málmhlutfallið sé tiltölulega lágt, eru eiginleikar bergsins þannig að útlit er fyrir að þarna gæti fundist mjög hátt hlutfall af nikkeli, kopari og kóbalti sem líklegt er að sverji sig í ætt við stærstu hágæða nikkel-kopar námur líkt og í Talnakh (Noril’sk), Sudbury og Voisey’s Bay. Að auki benda niðurstöður til að hágæða málmar finnist á svæðinu, sem er meginmarkmið rannsókna ársins. Þetta er aðeins upphafið að því sem koma skal í Stendalen, framundan eru frekari jarðfræðirannsóknir og tilraunaboranir. Góður árangur verkefnisins eykur verulega líkurnar á að finna fleiri tegundir verðmætra málma á svæðum Amaroq og staðfestir þau miklu tækifæri sem eru á Suður-Grænlandi.”
Amaroq Minerals Kauphöllin Námuvinnsla Grænland Tengdar fréttir Íslenskir lífeyrissjóðir umsvifamiklir í tæplega átta milljarða útboði Amaroq Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári. 13. febrúar 2024 10:11 Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina. 10. febrúar 2024 16:34 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir umsvifamiklir í tæplega átta milljarða útboði Amaroq Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári. 13. febrúar 2024 10:11
Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina. 10. febrúar 2024 16:34