McConnell lætur gott heita Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 18:08 Mitch McConnell, sem er 82 ára gamall, ætlar að sitja á þingi til janúar 2027. AP/Mariam Zuhaib Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. Þar af hefur McConnell, sem varð 82 ára gamall í síðustu viku, verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Samflokksmenn hans hafa á undanförnum mánuðum haft áhyggjur af heilsu hans eftir að hann braut bein við fall og virtist tvisvar sinnum frjósa í þinghúsinu. Sjá einnig: Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus „Einn af vanmetnustu hæfileikum lífsins er að vita hvenær kominn er tími til að líta til næsta kafla,“ hefur AP fréttaveitan eftir McConnell. McConnell ætlar þó að sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár. Sen. McConnell: This will be my last term as Republican leader of the Senate. I'm not going anywhere anytime soon. I'll complete my job my colleagues have given me to do until we select a new leader in November...I'll finish my job the people of Kentucky hired me to do as well. pic.twitter.com/9ywtErIZ7M— CSPAN (@cspan) February 28, 2024 Repúblikanaflokkurinn hefur gengið í gegnum ákveðna umbreytingu á undanförnum árum og hefur Donald Trump náð hörðu taki á flokknum. Hann og McConnell hafa lengi eldað grátt silfur en sá síðarnefndi hefur aldrei viljað taka undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum í nóvember 2020 og þar að auki sagði McConnell opinberlega í janúar 2021 að Trump bæri ábyrgð á árásinni á þinghúsið. Þá er McConnell einn fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hefur ekki lýst yfir stuðningi við nýtt framboð Trumps, þó margir hafi þrýst á hann með að gera svo. Fregnir hafa borist af því að Trump og McConnell hafi ekki talað saman í nokkur ár. Í gegnum árin hefur McConnell lagt gífurlega áherslu á að fjölga íhaldssömum dómurum á öllum dómstigum í Bandaríkjunum en sérstaklega í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann var í fremstu víglínu þegar Repúblikanar í öldungadeildinni neituðu að taka fyrir tilnefningu Baracks Obama á nýjum dómara árið 2016 eftir að Antonin Scalia dó. Scalia dó í febrúar það ár og sagði McConnell að ekki væri rétt að staðfesta nýjan dómara á síðasta ári forseta. Forsetakosningar fóru fram í nóvember það ár og þá vann Donald Trump. McConnell veigraði sér þó ekki við því að staðfesta nýjan hæstaréttardómarar nokkrum vikum fyrir forsetakosningarnar 2020, þegar Trump tapaði. Þá kom McConnell í veg fyrir allar tilnefningar alríkisdómara á síðasta ári Obama í embætti. Um markvissa áætlun Repúblikana var að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 25. janúar 2024 10:50 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Þar af hefur McConnell, sem varð 82 ára gamall í síðustu viku, verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Samflokksmenn hans hafa á undanförnum mánuðum haft áhyggjur af heilsu hans eftir að hann braut bein við fall og virtist tvisvar sinnum frjósa í þinghúsinu. Sjá einnig: Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus „Einn af vanmetnustu hæfileikum lífsins er að vita hvenær kominn er tími til að líta til næsta kafla,“ hefur AP fréttaveitan eftir McConnell. McConnell ætlar þó að sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár. Sen. McConnell: This will be my last term as Republican leader of the Senate. I'm not going anywhere anytime soon. I'll complete my job my colleagues have given me to do until we select a new leader in November...I'll finish my job the people of Kentucky hired me to do as well. pic.twitter.com/9ywtErIZ7M— CSPAN (@cspan) February 28, 2024 Repúblikanaflokkurinn hefur gengið í gegnum ákveðna umbreytingu á undanförnum árum og hefur Donald Trump náð hörðu taki á flokknum. Hann og McConnell hafa lengi eldað grátt silfur en sá síðarnefndi hefur aldrei viljað taka undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum í nóvember 2020 og þar að auki sagði McConnell opinberlega í janúar 2021 að Trump bæri ábyrgð á árásinni á þinghúsið. Þá er McConnell einn fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hefur ekki lýst yfir stuðningi við nýtt framboð Trumps, þó margir hafi þrýst á hann með að gera svo. Fregnir hafa borist af því að Trump og McConnell hafi ekki talað saman í nokkur ár. Í gegnum árin hefur McConnell lagt gífurlega áherslu á að fjölga íhaldssömum dómurum á öllum dómstigum í Bandaríkjunum en sérstaklega í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann var í fremstu víglínu þegar Repúblikanar í öldungadeildinni neituðu að taka fyrir tilnefningu Baracks Obama á nýjum dómara árið 2016 eftir að Antonin Scalia dó. Scalia dó í febrúar það ár og sagði McConnell að ekki væri rétt að staðfesta nýjan dómara á síðasta ári forseta. Forsetakosningar fóru fram í nóvember það ár og þá vann Donald Trump. McConnell veigraði sér þó ekki við því að staðfesta nýjan hæstaréttardómarar nokkrum vikum fyrir forsetakosningarnar 2020, þegar Trump tapaði. Þá kom McConnell í veg fyrir allar tilnefningar alríkisdómara á síðasta ári Obama í embætti. Um markvissa áætlun Repúblikana var að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 25. janúar 2024 10:50 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34
Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38
Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 25. janúar 2024 10:50
Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11