Íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvaíeldi á laxi er mest við Ísland Jón Kaldal skrifar 29. febrúar 2024 07:31 Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er þvert á það sem hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækja hafa haldið fram en meginrök þeirra hafa verið að sjókvíaeldi á laxi styrki búsetu í brothættum sjávarbyggðum og laði til baka ungt fólk sem hefur flutt úr þessum bæjum og þorpum. Það er rangt. Sérstaka athygli vekur í skýrslu Hagfræðistofnunar hvað barnafólki fækkar á Tálknafirði og Bíldudal og hvað þeim fjölgar sem búa einir. Einstaklingarnir eru flestir karlar og virðast þeir ekki hyggja á langa dvöl á þessum slóðum. Skýrar vísbendingar eru um að stór hluti starfsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna líti fremur á þorpin sem nokkurs konar verbúðir en eiginlegt heimili. Börnum og fjölskyldum fækkar Frá ársbyrjun 2014 fram á haust 2023 fækkaði íslenskum ríkisborgurum á sunnaverðum Vestfjörðum um 90. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 290 í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Haustið 2023 voru 31 prósent íbúa hreppanna tveggja erlendir ríkisborgarar. Tölurnar í skýrslunni eru frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að íbúum á sunnaverðum Vestfjörðum hefur í heild fjölgað um 16 prósent frá 2014. Rétt er að taka fram að von er á uppfærðum tölum frá Hagstofunni núna mars en gefið hefur verið út að líklega munu þau sveitarfélög þar sem fjöldi erlends starfsfólks hefur verið mikill sjá töluverðar breytingar á íbúafjölda sínum og að ástæða ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda „megi rekja til þess að einstaklingar upplýsa stofnunina síður um það þegar þeir flytji úr landi en þegar þeir flytji til landsins," eins og sagði í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um málið. Tölur um mismunandi fjölda karla og kvenna á svæðinu vekja líka athygli. Samtals fjölgaði körlum um 28 prósent á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal á árunum 2014 til 2023. Á sama tíma fjölgaði konum aðeins um 5 prósent, en börnum, 15 ára og yngri, fækkaði um 7 prósent. Þeim sem búa einir fjölgaði um 227 á þessum árum, en eiginlegum fjölskyldum, það er hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum, fækkaði um 8. Það liggur í augum uppi að þessi samsetning íbúa er ekki vænleg undirstaða sjálfbærs samfélag. Kynjahlutföllin eru sérstaklega sláandi á Bíldudal, en karlar eru líka mun fleiri en konur á fjörðunum þar fyrir sunnan. Að jafnaði eru börn, 15 ára og yngri, tæp 20 prósent mannfjöldans hér á landi. Á Patreksfirði er hlutfallið 20 prósent, en það er 16 prósent á Tálknafirði og 13 prósent á Bíldudal. Niðurstaða skýrslunnar í þessum efnum er skýr. Þau kjör sem bjóðast við störf við sjókvíaeldi á laxi freista landsmanna ekki nóg til þess að þeir flytji þangað sem það er stundað. Vegur ekki þungt í íslensku atvinnulífi Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að þótt sjókvíaeldi á laxi hafi vaxið hratt á undanförnum árum vegur það ekki þungt í íslensku atvinnulífi. Þáttatekjur í greininni voru 0,3 prósent af tekjum í atvinnulífinu öllu árið 2022, en hlutur alls fiskeldis var þá hálft prósent. Þáttatekjur eru summa rekstrarafgangs, afskrifta og launa og tengdra gjalda. Hlutdeild sjóeldis á laxi í atvinnu er heldur minni, eða um 0,2 prósent. Árið 2022 voru 330 ársverk unnin í sjókvíaeldisfyrirtækjunum fimm, samkvæmt ársreikningum þeirra. Eru þar með talin störf í seiðaeldi á landi og fiskvinnslu annars staðar en á Austurlandi. Vond byggðastefna Þjóðin hefur fyrir löngu áttað sig á því að sjókvíaeldi á laxi er mjög mengandi iðnaður sem skaðar villta laxastofna með erfðablöndun og fer hræðilega með eldisdýrin sín. Stuðningur við þennan iðnað hefur helst byggst á meintu mikilvægi hans fyrir brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslu Hagfræðistofnunnar er í fyrsta skipti hægt að sjá greiningu á lykilþáttum á því meinta mikilvægi. Þar kemur fram að húsnæðisverð á sunnaverðum Vestfjörðum hefur hækkað á undanförnum árum eins og annars staðar á landinu. Fækkun íslenskra ríkisborgara bendir til þess að fólk hafi selt fasteign sína og farið þegar húsnæðið batt það ekki lengur við staðinn. Að þróunin hafi verið þessi eru nýjar fréttir í skýrslunni. Þá var það fyrirfram gefin stærð að ný störf þar sem atvinnuleysi hefur verið hátt koma sér auðvitað vel. Hitt var ekki þekkt hversu mikið samsetning íbúa hefur breyst. Í stuttu máli hafa störf tengd þessum skaðlega iðnaði ekki snúið við brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá þessum brothættu byggðum. Að þenja þennan iðnað enn frekar út mun ekki gera það heldur. Íslenskir ríkisborgarar hafa selt húsnæði sitt og farið. Fjölskyldum hefur fækkað en einhleypum körlum fjölgað. Vinnuaflið hefur verið sótt annað. Þorpin eru að verða að verbúðum. Þetta er ekki góð þróun. Þar að auki er það einfaldlega vond byggðastefna að fela framtíð sjávarbyggða einum plássfrekum iðnaði sem getur skyndilega ákveðið að loka eða færa starfsemi sína annað. Íslendingar og sérstaklega Vestfirðingar hafa vonda reynslu af því. Mögulega er það einmitt ástæðan fyrir því af hverju íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað svona mikið á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimafólk fyrir vestan hefur ekki gleymt því sem gerðist þegar Guggan fór. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Skýrsla Hagfræðistofnunar var unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem greiddi fyrir gerð hennar ásamt NASF, Laxinn lifi og Landssambandi veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Byggðamál Vinnumarkaður Sjókvíaeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er þvert á það sem hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækja hafa haldið fram en meginrök þeirra hafa verið að sjókvíaeldi á laxi styrki búsetu í brothættum sjávarbyggðum og laði til baka ungt fólk sem hefur flutt úr þessum bæjum og þorpum. Það er rangt. Sérstaka athygli vekur í skýrslu Hagfræðistofnunar hvað barnafólki fækkar á Tálknafirði og Bíldudal og hvað þeim fjölgar sem búa einir. Einstaklingarnir eru flestir karlar og virðast þeir ekki hyggja á langa dvöl á þessum slóðum. Skýrar vísbendingar eru um að stór hluti starfsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna líti fremur á þorpin sem nokkurs konar verbúðir en eiginlegt heimili. Börnum og fjölskyldum fækkar Frá ársbyrjun 2014 fram á haust 2023 fækkaði íslenskum ríkisborgurum á sunnaverðum Vestfjörðum um 90. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 290 í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Haustið 2023 voru 31 prósent íbúa hreppanna tveggja erlendir ríkisborgarar. Tölurnar í skýrslunni eru frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að íbúum á sunnaverðum Vestfjörðum hefur í heild fjölgað um 16 prósent frá 2014. Rétt er að taka fram að von er á uppfærðum tölum frá Hagstofunni núna mars en gefið hefur verið út að líklega munu þau sveitarfélög þar sem fjöldi erlends starfsfólks hefur verið mikill sjá töluverðar breytingar á íbúafjölda sínum og að ástæða ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda „megi rekja til þess að einstaklingar upplýsa stofnunina síður um það þegar þeir flytji úr landi en þegar þeir flytji til landsins," eins og sagði í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um málið. Tölur um mismunandi fjölda karla og kvenna á svæðinu vekja líka athygli. Samtals fjölgaði körlum um 28 prósent á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal á árunum 2014 til 2023. Á sama tíma fjölgaði konum aðeins um 5 prósent, en börnum, 15 ára og yngri, fækkaði um 7 prósent. Þeim sem búa einir fjölgaði um 227 á þessum árum, en eiginlegum fjölskyldum, það er hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum, fækkaði um 8. Það liggur í augum uppi að þessi samsetning íbúa er ekki vænleg undirstaða sjálfbærs samfélag. Kynjahlutföllin eru sérstaklega sláandi á Bíldudal, en karlar eru líka mun fleiri en konur á fjörðunum þar fyrir sunnan. Að jafnaði eru börn, 15 ára og yngri, tæp 20 prósent mannfjöldans hér á landi. Á Patreksfirði er hlutfallið 20 prósent, en það er 16 prósent á Tálknafirði og 13 prósent á Bíldudal. Niðurstaða skýrslunnar í þessum efnum er skýr. Þau kjör sem bjóðast við störf við sjókvíaeldi á laxi freista landsmanna ekki nóg til þess að þeir flytji þangað sem það er stundað. Vegur ekki þungt í íslensku atvinnulífi Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að þótt sjókvíaeldi á laxi hafi vaxið hratt á undanförnum árum vegur það ekki þungt í íslensku atvinnulífi. Þáttatekjur í greininni voru 0,3 prósent af tekjum í atvinnulífinu öllu árið 2022, en hlutur alls fiskeldis var þá hálft prósent. Þáttatekjur eru summa rekstrarafgangs, afskrifta og launa og tengdra gjalda. Hlutdeild sjóeldis á laxi í atvinnu er heldur minni, eða um 0,2 prósent. Árið 2022 voru 330 ársverk unnin í sjókvíaeldisfyrirtækjunum fimm, samkvæmt ársreikningum þeirra. Eru þar með talin störf í seiðaeldi á landi og fiskvinnslu annars staðar en á Austurlandi. Vond byggðastefna Þjóðin hefur fyrir löngu áttað sig á því að sjókvíaeldi á laxi er mjög mengandi iðnaður sem skaðar villta laxastofna með erfðablöndun og fer hræðilega með eldisdýrin sín. Stuðningur við þennan iðnað hefur helst byggst á meintu mikilvægi hans fyrir brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslu Hagfræðistofnunnar er í fyrsta skipti hægt að sjá greiningu á lykilþáttum á því meinta mikilvægi. Þar kemur fram að húsnæðisverð á sunnaverðum Vestfjörðum hefur hækkað á undanförnum árum eins og annars staðar á landinu. Fækkun íslenskra ríkisborgara bendir til þess að fólk hafi selt fasteign sína og farið þegar húsnæðið batt það ekki lengur við staðinn. Að þróunin hafi verið þessi eru nýjar fréttir í skýrslunni. Þá var það fyrirfram gefin stærð að ný störf þar sem atvinnuleysi hefur verið hátt koma sér auðvitað vel. Hitt var ekki þekkt hversu mikið samsetning íbúa hefur breyst. Í stuttu máli hafa störf tengd þessum skaðlega iðnaði ekki snúið við brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá þessum brothættu byggðum. Að þenja þennan iðnað enn frekar út mun ekki gera það heldur. Íslenskir ríkisborgarar hafa selt húsnæði sitt og farið. Fjölskyldum hefur fækkað en einhleypum körlum fjölgað. Vinnuaflið hefur verið sótt annað. Þorpin eru að verða að verbúðum. Þetta er ekki góð þróun. Þar að auki er það einfaldlega vond byggðastefna að fela framtíð sjávarbyggða einum plássfrekum iðnaði sem getur skyndilega ákveðið að loka eða færa starfsemi sína annað. Íslendingar og sérstaklega Vestfirðingar hafa vonda reynslu af því. Mögulega er það einmitt ástæðan fyrir því af hverju íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað svona mikið á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimafólk fyrir vestan hefur ekki gleymt því sem gerðist þegar Guggan fór. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Skýrsla Hagfræðistofnunar var unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem greiddi fyrir gerð hennar ásamt NASF, Laxinn lifi og Landssambandi veiðifélaga.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun