Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 17:59 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrif þess á Palestínumenn nær og fjær var meðal umræðuefna ásamt stöðu innflytjenda á Íslandi. Forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“ Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“
Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira