Hróplegt óréttlæti Áslaug Thorlacius skrifar 22. febrúar 2024 13:30 Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun