Sjáðu vítin úr leiknum þar sem dómari er grunaður um svindl Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 14:30 Sævar Atli Magnússon tók þátt í leiknum við HamKam og tók fyrsta vítið af þremur sem Lyngby fékk á lokakafla leiksins. Getty/Lars Ronbog Óhætt er að segja að erfitt sé að sjá á hvað dómarinn var að dæma, þegar hann dæmdi þrjár vítaspyrnur undir lok leiks danska liðsins Lyngby og norska liðsins HamKam um helgina. Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg. Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg.
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira