Förum varlega á vegum úti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 17:01 Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun