Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 13:19 Fróðlegt verður að sjá hvort lögreglan kalli eftir upplýsingum frá konunni varðandi vopnasölu hér á landi. Meðal íslenskra vopnasala er faðir ríkislögreglustjóra en tengslin urðu til þess að embættið lýsti sig vanhæft í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira