Vegagerð yfir hraunið er lokið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 10:44 Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Aðsend Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira