„Í rauninni það versta sem gat gerst“ Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 12:35 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar, er nú staddur á Ítalíu en er væntanlegur til landsins seinnipart laugardags. Hann segir íbúa nú verða að búa sig undir kaldari hús en þeir eiga að venjast. Vísir/Egill Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar er staddur á Ítalíu og fylgdist með aukafréttatíma Stöðvar 2, sér til mikillar hrellingar. Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum.
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16