„Í rauninni það versta sem gat gerst“ Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 12:35 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar, er nú staddur á Ítalíu en er væntanlegur til landsins seinnipart laugardags. Hann segir íbúa nú verða að búa sig undir kaldari hús en þeir eiga að venjast. Vísir/Egill Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar er staddur á Ítalíu og fylgdist með aukafréttatíma Stöðvar 2, sér til mikillar hrellingar. Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum.
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16