Fleiri innviðir í hættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 12:25 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna segir ljóst að heitavatnsleysi á Suðurnesjum verði talið í dögum. Svartasta sviðsmyndin sem teiknuð hafi verið upp sé að rætast. Rafmagns- og kaldavatnslagnir eru í hættu á að verða undir hrauni en þær eru á talsverðu dýpi og vonast er til að þær haldi. Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29