Margbrotnaði en stefnir strax á mót: „Hélt á hendinni og hún hékk á skinninu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2024 08:31 Daði „skaði“ Erlingsson lenti í alvarlegu slysi í september á síðasta ári og var nokkra mánuði á sjúkrahúsi og í endurhæfingu. Instagram/@dadiskadi Akstursíþróttamaðurinn Daði Erlingsson fótbrotnaði, handarbrotnaði og braut rifbein, í alvarlegu torfæruhjólaslysi síðasta haust, og við tók mánuður á sjúkrahúsi og fjórtán vikur á Reykjalundi í endurhæfingu. Hann hefur samt þegar sett stefnuna á mót í Tyrklandi í október. Daði, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í „enduro“ torfæruhjólaakstri, tjáði sig um slysið í nýjum hlaðvarpsþáttum um motocross sem nefnast MX hetjusögur. Slysið varð í nágrenni Geysis í Haukadal í september síðastliðnum, þar sem Daði var staddur ásamt hópi manna sem vildu leika sér á torfæruhjólum sínum. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) „Við vorum að fara að hjóla svaka rólegan túr, og ég var nýbyrjaður að hjóla aftur eftir hnémeiðsli sem ég lenti í. Þetta átti bara að vera voða kósý túr. Við vorum þrettán saman og keyrðum þarna línuveg frá bústaðnum, og vorum að beygja inn slóða inn í einhvern skóg. Við stoppuðum hjá slóðanum að bíða eftir öllum,“ segir Daði skaði, eins og hann er kallaður, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Mætti félaga sínum á blindhæð Daði fór sjálfur að sækja þrjá úr hópnum sem dregist höfðu aftur úr og skömmu síðar klessti hann á félaga sinn með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég fór yfir eina litla blindhæð og fann þá þrjá þarna, með eitt hjól sem fór ekki í gang. Ég sneri þá við og fór aftur upp á blindhæðina, og mætti þar Benna félaga mínum. Við mætumst á blindhæðinni, sjáum hvorn annan og erum búnir að klessa saman á innan við sekúndu,“ segir Daði. Daði Erlingsson, fyrir miðju, í spjalli við þá Eið Orra Pálmarsson og Odd Jarl Haraldsson í þættinum MX hetjusögur.Spotify/MX hetjusögur Annar þáttastjórnenda, Oddur Jarl Haraldsson, spyr þá á hvaða hraða þeir hafi verið þegar slysið varð. „Við vitum það ekki en ég var að fara að stoppa uppi á hæðinni til að veifa þeim öllum – hélt að þeir væru bara að bíða. Benni var ekki á einhverri bilaðri ferð. Ég held að ég hafi verið á svona 40 en hann kannski á 50-60. Þetta var alla vega eins og að fara á 100 km/klst á vegg. Við bombuðumst saman og lágum bara í hrúgu með hjólin okkar. Hann steinrotaðist, en spratt svo upp eins og engispretta og spurði hver hefði lent í slysi,“ segir Daði sem hélt meðvitund allan tímann og þurfti að þjást í ansi langan tíma áður en þyrla flutti hann á sjúkrahús. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) Með hönd og fót lafandi í einn og hálfan tíma áður en þyrla kom „Ég man eiginlega allt of mikið eftir öllu. Löppin fór í tætlur og höndin fór líka í tætlur. Ég hélt bara á hendinni og hún hékk á skinninu, lyfti löppinni upp og cross-skórinn hangir bara á skinninu. Nokkur rifbein voru brotin, og gat á lunganu. Þannig sat ég í grenjandi rigningu og roki í einn og hálfan tíma, á meðan við biðum eftir þyrlunni, og við þurftum að rífast um að fá þyrluna því þeir ætluðu fyrst bara að senda sjúkrabíl þarna upp á heiði,“ segir Daði sem í þættinum minnir mótorhjólafólk á að fara varlega við blindhæðir. Hann losnaði úr fjórtán vikna endurhæfingu þann 13. desember síðastliðinn og er eins og fyrr segir þegar búinn að setja stefnuna á keppnisferð til Tyrklands í október, á Sea2Sky keppnina. Þannig kveðst Daði vilja setja pressu á sig um að komast sem fyrst í sitt fyrra form, en útilokar ekki að þurfa að bíða til ársins 2025 með að keppa á mótinu. Viðtalið við Daða má heyra í MX hetjusögum, sem motocrosskapparnir Oddur Jarl Haraldsson og Eiður Orri Pálmarsson sjá um, með því að smella hér. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Daði, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í „enduro“ torfæruhjólaakstri, tjáði sig um slysið í nýjum hlaðvarpsþáttum um motocross sem nefnast MX hetjusögur. Slysið varð í nágrenni Geysis í Haukadal í september síðastliðnum, þar sem Daði var staddur ásamt hópi manna sem vildu leika sér á torfæruhjólum sínum. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) „Við vorum að fara að hjóla svaka rólegan túr, og ég var nýbyrjaður að hjóla aftur eftir hnémeiðsli sem ég lenti í. Þetta átti bara að vera voða kósý túr. Við vorum þrettán saman og keyrðum þarna línuveg frá bústaðnum, og vorum að beygja inn slóða inn í einhvern skóg. Við stoppuðum hjá slóðanum að bíða eftir öllum,“ segir Daði skaði, eins og hann er kallaður, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Mætti félaga sínum á blindhæð Daði fór sjálfur að sækja þrjá úr hópnum sem dregist höfðu aftur úr og skömmu síðar klessti hann á félaga sinn með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég fór yfir eina litla blindhæð og fann þá þrjá þarna, með eitt hjól sem fór ekki í gang. Ég sneri þá við og fór aftur upp á blindhæðina, og mætti þar Benna félaga mínum. Við mætumst á blindhæðinni, sjáum hvorn annan og erum búnir að klessa saman á innan við sekúndu,“ segir Daði. Daði Erlingsson, fyrir miðju, í spjalli við þá Eið Orra Pálmarsson og Odd Jarl Haraldsson í þættinum MX hetjusögur.Spotify/MX hetjusögur Annar þáttastjórnenda, Oddur Jarl Haraldsson, spyr þá á hvaða hraða þeir hafi verið þegar slysið varð. „Við vitum það ekki en ég var að fara að stoppa uppi á hæðinni til að veifa þeim öllum – hélt að þeir væru bara að bíða. Benni var ekki á einhverri bilaðri ferð. Ég held að ég hafi verið á svona 40 en hann kannski á 50-60. Þetta var alla vega eins og að fara á 100 km/klst á vegg. Við bombuðumst saman og lágum bara í hrúgu með hjólin okkar. Hann steinrotaðist, en spratt svo upp eins og engispretta og spurði hver hefði lent í slysi,“ segir Daði sem hélt meðvitund allan tímann og þurfti að þjást í ansi langan tíma áður en þyrla flutti hann á sjúkrahús. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) Með hönd og fót lafandi í einn og hálfan tíma áður en þyrla kom „Ég man eiginlega allt of mikið eftir öllu. Löppin fór í tætlur og höndin fór líka í tætlur. Ég hélt bara á hendinni og hún hékk á skinninu, lyfti löppinni upp og cross-skórinn hangir bara á skinninu. Nokkur rifbein voru brotin, og gat á lunganu. Þannig sat ég í grenjandi rigningu og roki í einn og hálfan tíma, á meðan við biðum eftir þyrlunni, og við þurftum að rífast um að fá þyrluna því þeir ætluðu fyrst bara að senda sjúkrabíl þarna upp á heiði,“ segir Daði sem í þættinum minnir mótorhjólafólk á að fara varlega við blindhæðir. Hann losnaði úr fjórtán vikna endurhæfingu þann 13. desember síðastliðinn og er eins og fyrr segir þegar búinn að setja stefnuna á keppnisferð til Tyrklands í október, á Sea2Sky keppnina. Þannig kveðst Daði vilja setja pressu á sig um að komast sem fyrst í sitt fyrra form, en útilokar ekki að þurfa að bíða til ársins 2025 með að keppa á mótinu. Viðtalið við Daða má heyra í MX hetjusögum, sem motocrosskapparnir Oddur Jarl Haraldsson og Eiður Orri Pálmarsson sjá um, með því að smella hér.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda