Öll hreyfing skiptir máli Alma D. Möller skrifar 7. febrúar 2024 08:00 Lífshlaupið og endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta. Í dag kynnir einnig embætti landlæknis endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu en hið síðarnefnda er ekki síður mikilvægt nú þegar afþreying er oft í sjónvarpi, snjallsíma eða tölvu. Ráðleggingarnar eru afrakstur vinnu faghóps á vegum embættis landlæknis í samstarfi við sérfræðinga hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Ráðleggingarnar byggja á m.a. á alþjóðlegum ráðleggingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem komu út í lok árs árið 2020. Hægt er að fylgjast með kynningunni í streymi. Mikilvægi hreyfingar Mikilvægi reglulegrar hreyfingar er óumdeilt en hreyfing bætir heilsu og líðan á öllum æviskeiðum. Hreyfing bætir andlega heilsu og líðan og getur minnkað einkenni kvíða og þunglyndis. Svefn, sem er undirstaða heilsu og vellíðunar, verður betri sem og hugræn geta. Þá minnkar hreyfing líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, krabbameinum og sykursýki 2. Þá finnur fólk fyrir betri líkamlegri heilsu og auðveldara verður að halda kjörþyngd. Þannig má reikna með almennt betri lífsgæðum við ástundun hreyfingar. Fatlaðir einstaklingar Nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni í fyrsta sinn. Ástæðan fyrir því að sérstök áhersla er lögð á þann fjölbreytilega hóp er að fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna (sjá m.a. verkefnið Allir með). Með reglulegri hreyfingu við hæfi má til dæmis efla hreyfi- og félagsþroska og almennt auka færni og lífsgæði. Fyrir börn og ungmenni með langvarandi líkamlega eða andlega skerðingu eða skerta skynjun er ráðlagt um að hreyfa sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali yfir vikuna og fái aðstoð til þess ef þarf. Fullorðnum með fötlun er ráðlagt að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur yfir vikuna. Aldraðir Eldra fólk er sömuleiðis breiður hópur hvað varðar aldur og færni og gegnir hreyfing lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan eldra fólks. Með reglulegri hreyfingu má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og þar með viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi. Fyrir utan þau almennu áhrif sem áður voru nefnd stuðlar hreyfing aldraðra að betra jafnvægi, meiri vöðvastyrk, minni beinþynningu og minni hættu á föllum sem annars eru algengur fylgifiskur öldrunar. Ráðleggingar til aldraðra eru að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur vikulega. Sérstaklega er mikilvægt að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu. Þá er hreyfing í hópi kjörið tækifæri til að styrkja félagsleg tengsl. Börn og ungmenni Börn og ungmenni eru breiður hópur hvað varðar aldur, færni og áhuga. Hreyfing er þeim nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og almenna vellíðan. Jákvæð reynsla af hreyfingu í æsku eykur líkurnar á að fólk temji sér lifnaðarhætti sem fela í sér reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum. Ráðlagt er að börnin hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag og kröftuglega minnst þrjá daga vikunnar. Fullorðin Öll fullorðin ættu að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur í viku hverri. Minnst tvo daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva. Þá eru sérstakar ráðleggingar sem gilda á meðgöngu og eftir fæðingu. Hreyfing á meðgöngu minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, líkur á inngripum í fæðingu og hjálpar til við að draga úr algengum meðgöngutengdum óþægindum. Ráðlagt er um minnst 150 mínúta rösklega hreyfingu á viku. Það er aldrei of seint að byrja Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig meira og betra að hreyfa sig lítið en ekki neitt. Byrja ætti rólega og smám saman auka tíma (hversu lengi), tíðni (hversu oft) og ákefð (hversu erfitt). Mikilvægast er að hver og einn stundi hreyfingu í samræmi við getu sína og lífsaðstæður hverju sinni og gefist ekki upp þó svo að bakslag verði. Markmiðið er að hreyfa sig reglubundið yfir allt árið og í gegnum öll æviskeið. Ganga og sund eru dæmi um frábæra hreyfingu sem ætti að henta mörgum. Góðar upplýsingar um gildi hreyfingar og hvernig má hreyfa sig meira er t.d.að finna á Heilsuveru. Ég hvet öll til að takmarka kyrrsetu og hreyfa sig að getu, það er svo sannarlega til mikils að vinna! Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilsa Eldri borgarar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Lífshlaupið og endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta. Í dag kynnir einnig embætti landlæknis endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu en hið síðarnefnda er ekki síður mikilvægt nú þegar afþreying er oft í sjónvarpi, snjallsíma eða tölvu. Ráðleggingarnar eru afrakstur vinnu faghóps á vegum embættis landlæknis í samstarfi við sérfræðinga hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Ráðleggingarnar byggja á m.a. á alþjóðlegum ráðleggingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem komu út í lok árs árið 2020. Hægt er að fylgjast með kynningunni í streymi. Mikilvægi hreyfingar Mikilvægi reglulegrar hreyfingar er óumdeilt en hreyfing bætir heilsu og líðan á öllum æviskeiðum. Hreyfing bætir andlega heilsu og líðan og getur minnkað einkenni kvíða og þunglyndis. Svefn, sem er undirstaða heilsu og vellíðunar, verður betri sem og hugræn geta. Þá minnkar hreyfing líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, krabbameinum og sykursýki 2. Þá finnur fólk fyrir betri líkamlegri heilsu og auðveldara verður að halda kjörþyngd. Þannig má reikna með almennt betri lífsgæðum við ástundun hreyfingar. Fatlaðir einstaklingar Nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni í fyrsta sinn. Ástæðan fyrir því að sérstök áhersla er lögð á þann fjölbreytilega hóp er að fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna (sjá m.a. verkefnið Allir með). Með reglulegri hreyfingu við hæfi má til dæmis efla hreyfi- og félagsþroska og almennt auka færni og lífsgæði. Fyrir börn og ungmenni með langvarandi líkamlega eða andlega skerðingu eða skerta skynjun er ráðlagt um að hreyfa sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali yfir vikuna og fái aðstoð til þess ef þarf. Fullorðnum með fötlun er ráðlagt að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur yfir vikuna. Aldraðir Eldra fólk er sömuleiðis breiður hópur hvað varðar aldur og færni og gegnir hreyfing lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan eldra fólks. Með reglulegri hreyfingu má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og þar með viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi. Fyrir utan þau almennu áhrif sem áður voru nefnd stuðlar hreyfing aldraðra að betra jafnvægi, meiri vöðvastyrk, minni beinþynningu og minni hættu á föllum sem annars eru algengur fylgifiskur öldrunar. Ráðleggingar til aldraðra eru að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur vikulega. Sérstaklega er mikilvægt að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu. Þá er hreyfing í hópi kjörið tækifæri til að styrkja félagsleg tengsl. Börn og ungmenni Börn og ungmenni eru breiður hópur hvað varðar aldur, færni og áhuga. Hreyfing er þeim nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og almenna vellíðan. Jákvæð reynsla af hreyfingu í æsku eykur líkurnar á að fólk temji sér lifnaðarhætti sem fela í sér reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum. Ráðlagt er að börnin hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag og kröftuglega minnst þrjá daga vikunnar. Fullorðin Öll fullorðin ættu að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur í viku hverri. Minnst tvo daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva. Þá eru sérstakar ráðleggingar sem gilda á meðgöngu og eftir fæðingu. Hreyfing á meðgöngu minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, líkur á inngripum í fæðingu og hjálpar til við að draga úr algengum meðgöngutengdum óþægindum. Ráðlagt er um minnst 150 mínúta rösklega hreyfingu á viku. Það er aldrei of seint að byrja Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig meira og betra að hreyfa sig lítið en ekki neitt. Byrja ætti rólega og smám saman auka tíma (hversu lengi), tíðni (hversu oft) og ákefð (hversu erfitt). Mikilvægast er að hver og einn stundi hreyfingu í samræmi við getu sína og lífsaðstæður hverju sinni og gefist ekki upp þó svo að bakslag verði. Markmiðið er að hreyfa sig reglubundið yfir allt árið og í gegnum öll æviskeið. Ganga og sund eru dæmi um frábæra hreyfingu sem ætti að henta mörgum. Góðar upplýsingar um gildi hreyfingar og hvernig má hreyfa sig meira er t.d.að finna á Heilsuveru. Ég hvet öll til að takmarka kyrrsetu og hreyfa sig að getu, það er svo sannarlega til mikils að vinna! Höfundur er landlæknir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun