Veðurstofufólk með augun límd á mælitækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 11:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Dregið gæti til tíðinda á Reykjanesi á næstu dögum og starfsmenn Veðurstofunnar eru á sólarhringsvakt með augun límd á mælitækjum. Fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður þar sem jarðskorpan er heit og minna brotgjörn. Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira