Elín snýr aftur af Gasaströndinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:40 Elín hefur verið að sinna heilbrigðisþjónustu á Gasaströndinni frá miðjum desembermánuði. Rauði krossinn Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir, sem hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á sjúkrahúsi á Gasaströndinni síðustu sex vikur, er komin aftur til Íslands. Elín fór til Gasastrandarinnar til að starfa á European Gaza Hospital í borginni Rafah um miðbik desembermánaðar. Elín starfaði þar með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins. Ráðið hefur sinnt mannúðarstarfi á Gasa í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967 og reynir nú að tryggja íbúum strandarinnar aðgang að vatni, rafmagni, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum að í starfi sínu á Gasaströndinni hafi Elín sinnt alvarlega særðu fólki, sem þurfi á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda. Þar á meðal hafi verið börn. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft á Gasa. „Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gasa, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gasa.“ Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Palestína Hjálparstarf Tengdar fréttir Elín Jakobína starfar á spítala á Gasa Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hóf störf á European Gaza Hospital í Rafah í síðustu viku. Elín starfar með skurðlækningateymi alþjóðaráðs Rauða krossins og áætlað er að hún verði við störf á Gasa næstu sex vikurnar. 22. desember 2023 15:05 „Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. 22. nóvember 2018 11:30 Styðja við suður-súdanskt flóttafólk Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. 5. desember 2016 09:53 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Elín fór til Gasastrandarinnar til að starfa á European Gaza Hospital í borginni Rafah um miðbik desembermánaðar. Elín starfaði þar með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins. Ráðið hefur sinnt mannúðarstarfi á Gasa í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967 og reynir nú að tryggja íbúum strandarinnar aðgang að vatni, rafmagni, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum að í starfi sínu á Gasaströndinni hafi Elín sinnt alvarlega særðu fólki, sem þurfi á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda. Þar á meðal hafi verið börn. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft á Gasa. „Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gasa, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gasa.“
Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Palestína Hjálparstarf Tengdar fréttir Elín Jakobína starfar á spítala á Gasa Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hóf störf á European Gaza Hospital í Rafah í síðustu viku. Elín starfar með skurðlækningateymi alþjóðaráðs Rauða krossins og áætlað er að hún verði við störf á Gasa næstu sex vikurnar. 22. desember 2023 15:05 „Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. 22. nóvember 2018 11:30 Styðja við suður-súdanskt flóttafólk Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. 5. desember 2016 09:53 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Elín Jakobína starfar á spítala á Gasa Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hóf störf á European Gaza Hospital í Rafah í síðustu viku. Elín starfar með skurðlækningateymi alþjóðaráðs Rauða krossins og áætlað er að hún verði við störf á Gasa næstu sex vikurnar. 22. desember 2023 15:05
„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. 22. nóvember 2018 11:30
Styðja við suður-súdanskt flóttafólk Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. 5. desember 2016 09:53