Norris skrifar undar nýjan samning og stefnir á heimsmeistaratitil Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 20:15 Lando Norris verður áfram hjá McLaren. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Lando Norris hefur skrifað undir nýjan samning við McLaren í Formúlu 1 og segist vera sannfærður um það að hann geti orðið heimsmeistari með liðinu. Fyrri samningur Norris gilti út tímabilið 2025 og átti hann því enn tvö tímabil eftir á samningi sínum. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning sem heldur honum hjá McLaren næstu ár, en ekki kemur fram hversu langur nýi samningurinn er. Here to stay. 🧡 @LandoNorris pic.twitter.com/4Kyir4W4RO— McLaren (@McLarenF1) January 26, 2024 Einhverjir bjuggust við því að Norris gæti reynt að næla sér í sæti hjá Red Bull, ríkjandi heimsmeisturum bílasmiða, á næsta tímabili, en Sergio Perez er samningslaus. Norris segir það þó ekki hafa verið erfitt að taka ákvörðun um að framlengja við McLaren. „Ég elska að vera hérna. Ég er búinn að elska það frá fyrsta degi og ég er orðinn stór hluti af þessari fjölskyldu. Ég vil halda þessari sögu áfram og reyna að ná markmiði okkar,“ sagði Norris í samtali við Sky Sports. „Við vorum á réttri leið á síðasta tímabili og það heldur vonandi áfram. Það mun hjálpa okkur að ná markmiði okkar að vinna heimsmeistaratitilinn.“ Akstursíþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrri samningur Norris gilti út tímabilið 2025 og átti hann því enn tvö tímabil eftir á samningi sínum. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning sem heldur honum hjá McLaren næstu ár, en ekki kemur fram hversu langur nýi samningurinn er. Here to stay. 🧡 @LandoNorris pic.twitter.com/4Kyir4W4RO— McLaren (@McLarenF1) January 26, 2024 Einhverjir bjuggust við því að Norris gæti reynt að næla sér í sæti hjá Red Bull, ríkjandi heimsmeisturum bílasmiða, á næsta tímabili, en Sergio Perez er samningslaus. Norris segir það þó ekki hafa verið erfitt að taka ákvörðun um að framlengja við McLaren. „Ég elska að vera hérna. Ég er búinn að elska það frá fyrsta degi og ég er orðinn stór hluti af þessari fjölskyldu. Ég vil halda þessari sögu áfram og reyna að ná markmiði okkar,“ sagði Norris í samtali við Sky Sports. „Við vorum á réttri leið á síðasta tímabili og það heldur vonandi áfram. Það mun hjálpa okkur að ná markmiði okkar að vinna heimsmeistaratitilinn.“
Akstursíþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira