„Við gefumst aldrei upp“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 19:21 Mohammed Alhaw og Naji Asar hafa dvalið á Austurvelli í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira