Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 16:03 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira